Saga - 2004, Page 68
menna, aðstoð við veikt fólk og atvinnulausa, svo og ráðstöfun og
eftirlit með munaðarlausum börnum og fósturbörnum. Fátækra-
nefndir sveitarfélaganna önnuðust fátækramálin en vinnureglur
nefndanna byggðust á fátækralögunum. Það var fátækranefnd
Reykjavíkur sem annaðist þau mál er lutu að fósturbörnum í
Reykjavík til ársins 1932 þegar barnaverndarnefnd var komið á fót
eftir nýjum barnaverndarlögum frá sama ári.12
Í upphafi þess tímabils sem hér er til umfjöllunar voru í gildi fá-
tækralög sem sett höfðu verið 1834 og voru þau í gildi til ársins
1907 þegar ný fátækralög (nr. 44 frá 10. nóvember 1905) tóku gildi.
Lögin frá 1834 voru fyrsta heildarlöggjöfin um málefni fátækra frá
gildistöku Jónsbókar og settu þau mun skýrari ákvæði um ýmis
atriði sem áður höfðu verið á reiki.13 Litlar breytingar voru gerðar
á lögunum frá 1834 og fengu þau að standa nánast óbreytt til ársins
1907. Þegar á þingunum eftir 1874 fór hins vegar mjög að bera á því
að menn teldu að þörf væri á að endurskoða lögin. Árið 1901 skip-
aði Alþingi milliþinganefnd til þess að endurskoða fátækralögin og
sveitarstjórnarlögin og koma með tillögur um úrbætur. Nefndin
skilaði áliti sínu árið 1905 og var það grunnurinn að fátækralögun-
um frá sama ári.14 Álitsgerð nefndarinnar þótti bera vitni um
mannúðlegri viðhorf til þeirra sem þurftu á fátækrastyrk að halda
og meiri skilning á stöðu þeirra en áður hafði verið.15 Með fátækra-
lögunum frá 1905 voru margir agnúar laganna frá 1834 sniðnir af
og sköpuð heildarlöggjöf um fátækraframfærslu, enda voru þessi
lög í gildi lítið breytt allt til ársins 1935.16 Þrátt fyrir mikla framför
frá fyrri lögum voru helstu aðferðirnar eftir sem áður þær að setja
fólk niður og veita þrotbjarga fjölskyldum sveitarstyrk. Áður hafði
það að jafnaði verið þannig að fjölskyldur, sem ekki gátu séð sér
farborða, voru leystar upp og einstakir meðlimir settir niður ef litlar
líkur þóttu á því að fjölskyldurnar næðu að lækka skuld sína við
bæinn, en sveitarstyrkur var endurkræfur. Á fyrstu áratugum 20.
aldar tíðkaðist enn sú aðferð að stía fjölskyldum í sundur þó að
henni væri sífellt sjaldnar beitt; þetta var í raun einn ómannúðleg-
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N68
12 Símon Jóhann Ágústsson, „Barnavernd“, bls. 183.
13 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómagar og utangarðsfólk, bls. 20.
14 Sjá umfjöllun um störf nefndarinnar í: Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Milli-
þinganefndin í fátækramálum“.
15 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Milliþinganefndin í fátækramálum“, bls. 95–96.
16 Jónas Guðmundsson, „Fátækraframfærslan á Íslandi“, bls. 153–154.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 68