Saga - 2004, Page 69
asti þáttur fátækraframfærslunnar, þar sem fjölskyldur voru leystar
upp og börn tekin frá foreldrum sínum.17 Allir þeir sem ekki gátu
„sökum fátæktar, vanheilsu, atvinnuskorts eða af öðrum orsökum“
aflað sér og sínu skylduliði lífsframfærslu áttu rétt á sveitarstyrk
segir í fátækralögunum frá 1905.18 Foreldralaus börn töldust m.a. til
þess hóps svo og börn sem áttu foreldra og komið hafði verið fyrir
utan foreldrahúsa.19 Ef foreldrar gátu ekki alið önn fyrir börnum
sínum hafði fátækrastjórnin vald til að taka börn af foreldrum og
koma þeim fyrir „á góðum heimilum hjá siðsömum og ráðdeildar-
sömum húsbændum“, eins og segir í lögunum frá 1905.20 Í fátækra-
lögunum frá 1927 var hins vegar tekið fyrir það að hægt væri að taka
börn af foreldrum án þeirra leyfis, „nema heimilislíf foreldranna
megi teljast siðspillandi fyrir börnin eða þar fari illa um þau“.21 Í
þessu ákvæði var því bannað að börn yrðu tekin af foreldrum vegna
fjárhagsástæðna, og var það einnig staðfest í lögum um barnavernd
frá 1932 (nr. 43 frá 12. júní) og má segja að í þessu ákvæði gæti meiri
mannúðar gagnvart styrkþegum en áður.22 Þetta voru fyrstu barna-
verndarlögin sem sett voru hér á landi. Í greinargerð með lögunum
segir að öll reynsla sanni að börn sem alist upp hjá vandalausum
mæti oft ýmsum erfiðleikum sem önnur börn komist hjá. Því sé það
eðlilegt að barnaverndarnefnd hafi umsjón með börnunum og gæti
að högum þeirra. Þannig var stigið stórt skref fram á við í málefnum
fósturbarna þar sem litið var á mál þeirra frá sjónarhorni barna-
verndar en ekki sjónarhorni fátækralaganna.23 Í barnaverndarlög-
unum segir m.a. af hvaða ástæðum börnum skuli komið í fóstur:
1. Þegar barn undir 16 ára aldri hefur brotið almenn hegning-
arlög.
2. Þegar það er svo ódælt, að bersýnilegt þykir, að foreldrar
þess eða húsbændur ráði ekki við það.
3. Þegar drykkjuskapur, illindi eða annað siðleysi hefir spillt
heimilinu svo, að velferð barnsins er hætta búin.
4. Þegar barninu er misboðið með líkamlegu ofbeldi, illu at-
læti, of mikilli vinnu, slæmum aðbúnaði, eða heimilisástæð-
Ö R B I R G Ð O G U P P L A U S N F J Ö L S K Y L D N A 69
17 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „„Þraut að vera þurfamaður““, bls. 133.
18 Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 264.
19 Sama heimild, bls. 280.
20 Sama heimild, bls. 280.
21 Stjórnartíðindi 1927 A, bls. 125.
22 Guðný Björk Eydal, „Lone mothers in Iceland. Work and welfare,“ bls. 10.
23 Alþingistíðindi 1932 A, bls. 405.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 69