Saga - 2004, Síða 70
urnar eru þannig, að leitt geti til heilsutjóns fyrir það, svo og
ef því er ekki séð fyrir lögskipuðu námi.
5. Þegar barnið er ekki heilt á sál eða líkama, og heimili þess
getur ekki veitt því þá hjúkrun og uppeldi, sem það þarfn-
ast.24
Í lögunum kvað á um að nefndin skyldi vanda um við þá sem færu
illa með börn sín með ofdrykkju eða öðru ósæmilegu athæfi. Börn-
um sem tekin væru af heimilum skyldi komið fyrir til bráðabirgða
á barnahælum þangað til barnaverndarnefnd ráðstafaði þeim. Var
foreldrum þeirra, eða framfærendum, skylt að borga með þeim.
Einnig gat nefndin tekið fósturbörn af heimilum ef upp kæmist að
illa væri farið með þau og bannað slíkum heimilum að taka börn til
fósturs framvegis.25
Ástæður þess að börn voru sett í fóstur á fyrri hluta 20. aldar
gátu verið margvíslegar. Í töflu 2 má sjá upplýsingar um afskipti
barnaverndarnefndar af heimilum í Reykjavík á árunum 1933–
1940, svo og fjölda barna sem nefndin kom fyrir til dvalar utan for-
eldrahúsa til lengri eða skemmri tíma (flokkur VII). Þó er ekki
hægt að sjá í töflunni af hvaða ástæðum börn voru sett í fóstur en
afskipti nefndarinnar af heimilum gefur einhverja hugmynd um
hvaða ástæður lágu að baki. Athyglisvert í þessari töflu er að
barnaverndarnefnd hafði mest afskipti af heimilum í flokki I (fá-
tækt, veikindi, húsnæðisvandræði, léleg húsakynni, umkomuleysi
foreldra).
Í ársskýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1937–1940 er
sagt að erfiðar heimilisástæður séu meginástæða þess að börnum
var komið í fóstur ofangreind ár.26 Ekki er þó í heimildum tilgreint
nánar hvað erfiðar heimilisástæður séu en ætla má að í þann flokk
megi setja allt það sem tilgreint er í flokki I í töflu 2 (fátækt, veik-
indi, húsnæðisvandræði, léleg húsakynni, umkomuleysi foreldra),
auk drykkjuskapar, óreglu foreldra o.s.frv. Virðast þessar upplýs-
ingar styðja þær niðurstöður athugana minna á bréfum og skjölum
fátækramála í Reykjavík að fátækt hafi verið ein af aðalástæðum
þess að börnum var komið í fóstur á fyrri hluta 20. aldar í Reykja-
vík. Bent hefur verið á að á 19. öldinni hafi meginástæða þess að
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N70
24 Stjórnartíðindi 1932 A, bls. 80–81.
25 Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi. Síðara bindi, bls. 210.
26 Bskj. Ársskýrslur Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1932–1968. Prentað efni.
Skýrslur barnaverndarnefndar 1937–1940.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 70