Saga - 2004, Page 71
Tafla 2 Afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur
af heimilum í bænum 1933–1940
Ár I II III IV V VI Samtals VII
1933 12 8 10 6 36 33
1934 10 13 6 6 9 4 48 20
1935 13 9 8 7 5 3 45 19
1936 25 6 8 10 8 10 67
1937 15 7 3 8 12 19 64 42
1938 19 13 12 4 13 1 62 46
1939 30 11 12 3 14 5 75 59
1940 25 6 4 6 12 15 68 36
Samtals 149 73 63 50 73 57 255
Athugasemdir: Taflan sýnir tölu heimila í bænum sem barnaverndarnefnd hafði
afskipti af á þessum árum. Flokkarnir eru:
I. Fátækt, veikindi, húsnæðisvandræði, léleg húsakynni, umkomuleysi for-
eldra.
II. Vanhirða, óþrifnaður, illt atlæti, ónógt eftirlit foreldra.
III. Drykkjuskapur, óregla, slæm uppeldisáhrif, lauslæti og afbrot foreldra.
IV. Ósamlyndi í fjölskyldu eða milli nágranna, slæmt heimilislíf.
V. Deilur um umráðarétt og dvalarstað barna.
VI. Uppeldisaðstoðar leitað og ýmsar aðrar ástæður.
VII. Fjöldi barna sem barnaverndarnefnd útvegaði dvalarstað í lengri eða
skemmri tíma.
Heimild: Björn Björnsson, Árbók Reykjavíkurbæjar 1950/51, bls. 138.
börn voru sett í fóstur verið fátækt og óskilgetni; til „að hlífa þeim
við illum örlögum ómagans“, svo að vitnað sé til Gísla Ágústs
Gunnlaugssonar, og má í raun einnig heimfæra það upp á 20. öld-
ina.27
Ýmsar ástæður gátu verið fyrir því að fólk varð fátæktinni að
bráð. Á fyrri hluta 20. aldar var þróun almannatrygginga skammt á
veg komin og það að missa vinnu eða heilsu gerði fólk að ómögum.
Árið 1939 voru atvinnuleysi, heilsuleysi og vöntun á fyrirvinnu
meginástæður styrkþágu í Reykjavík en sömu orsakir fyrir sveitar-
styrk má finna í skýrslu milliþinganefndarinnar í fátækramálum frá
Ö R B I R G Ð O G U P P L A U S N F J Ö L S K Y L D N A 71
27 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Íslensk fósturbörn og ættartengsl á 19. öld“, bls.
245–246.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 71