Saga - 2004, Side 72
1905.28 Þannig urðu alþýðutryggingar ekki til fyrr en árið 1936 og
atvinnuleysistryggingar ekki fyrr en árið 1955.29 Í því sambandi má
geta þess að aðeins rúmlega tíu af hundraði sveitarstyrkja í Reykja-
vík árið 1939 voru veittir vegna óreglu og ráðaleysis.30 Að þiggja
sveitarstyrk þótti niðurlægjandi og oft var fólk komið í mikil vand-
ræði þegar sú ákvörðun var tekin eins og Jón Björnsson sálfræðing-
ur lýsti í erindi árið 1975:
Það að fá framfærslu sveitar var markvisst gert svo niðurlægj-
andi og lítillækkandi sem unnt var til þess að fæla fólk frá
henni. Sá sem aðstoðina hlaut missti borgararétt sinn, ráðstöf-
unarréttinn yfir sjálfum sér og sínum: hann varð merkjanlega
aldrei samur maður upp frá því í augum annarra, og stimplað-
ur annars flokks þegn. Það að þiggja af sveit gerði ósjaldan alla
uppreisnar- og framavon að engu. Reyndin varð líka sú að
menn skirrðust í lengstu lög við að segja sig til sveitar, og
drógu það oft viljandi þar til öll hjálp var orðin um seinan. Svo
grimmdarlega hefndi sveitin sín þá á þeim sem hún var að
hjálpa. Þriðja einkennið á aðstoðinni, sem hér skal nefnt, var
því, að hún var viljandi gerð að neyðarbrauði, það að þiggja
hana var af ráðnum hug gert mannskemmandi.31
Fólk var því oft komið á vonarvöl þegar það loksins sóttist eftir
sveitarstyrk og sá stundum engin önnur úrræði en að láta frá sér
börnin. Þó var það ekki svo í öllum tilfellum og kusu sumir foreldr-
ar að koma börnunum í fóstur án afskipta hins opinbera, hvort sem
ástæðan var fátækt, veikindi eða annað.32
Ein ástæða þess að margt fólk setti börn sín í fóstur kann að vera
að fátæktin hafi verið það mikil að foreldrarnir hafi þurft á sveitar-
styrk að halda og jafnvel verið komnir í mikla skuld við bæinn. T.d.
sendi fósturfaðir fátækranefnd Reykjavíkur bréf árið 1905 og spyr
hvort hann megi halda fósturson sinn lengur þó svo að foreldrarnir
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N72
28 Björn Björnsson, Árbók Reykjavíkurbæjar 1940, bls. 74. — Gísli Ágúst Gunn-
laugsson, „„Þraut að vera þurfamaður““, bls. 135.
29 Stefán Ólafsson, Íslenska leiðin, bls. 132. — Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „„Þraut
að vera þurfamaður““, bls. 135.
30 Björn Björnsson, Árbók Reykjavíkurbæjar 1940, bls. 74.
31 Tilvitnunin er úr óprentuðu erindi Jóns Björnssonar á ráðstefnu til kynningar
á starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1975 og er hún fengin úr Gísla
Ágústi Gunnlaugssyni, Ómagar og utangarðsfólk, bls. 169.
32 Sjá t.d. viðtal við Kjartan Pálsson í Morgunblaðinu [Blað B] 12. september 1999,
bls. 6.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 72