Saga - 2004, Page 76
hvorki frá vinum né vandamönnum. Hún reri því algerlega
ein á báti. Í öðru lagi hefur tíðarandinn, hleypidómar samfé-
lagsins, varðandi konur sem eignuðust börn utan hjónabands,
gert henni erfitt um vik. Það fór líka svo að hún varð að koma
tveim börnum sínum í fóstur árið 1918.42
Á fyrri hluta 20. aldar var einfaldlega ekki reiknað með sérstakri að-
stoð til einstæðra mæðra og má það kannski rekja til tíðarandans
sem Sigurður Gylfi minnist á. Á þessum tíma var fátækrahjálpin
eina hjálp einstæðra mæðra, sem engan áttu að. Árið 1928 var
Mæðrastyrksnefnd stofnuð af hópi kvenna með það markmið í
huga að bæta aðstæður einstæðra mæðra. Eitt af meginbaráttumál-
um þeirra var að einstæðar mæður fengju greidd mæðralaun sem
nægðu til að reka heimili.43
Laufey Valdimarsdóttir var ein af þeim konum sem unnu að
bættum aðstæðum einstæðra kvenna í Mæðrastyrksnefnd. Í erindi
sem Laufey kallaði „Ein af mörgum“ lýsir hún örlagasögu ungrar
einstæðrar móður sem barðist fyrir því að halda börnum sínum um
1940, en Laufey segir að margar aðrar mæður hafi haft svipaða
sögu að segja. Hér á eftir fer útdráttur úr erindi Laufeyjar og ætti
það að gefa ágæta hugmynd um aðstæður fátækra einstæðra
mæðra á fyrri hluta 20. aldar. Þessi unga móðir leitaði fyrst á náðir
Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin 1938 en í dagbók nefndarinnar seg-
ir þetta um stúlkuna:
Einstæðingsstúlka með eitt barn, tveggja ára, fær föðurmeðlag.
Fékk húsaleigu frá bænum, en 1. október hætti bærinn að
borga húsaleiguna fyrir hana. Var veik frá því að hún átti barn-
ið og þangað til í sumar. Er nú orðin vinnufær. Þvær þvott við
og við.44
Næst leitaði stúlkan til nefndarinnar í apríl 1939 og bað um úrskurð
til þess að fá meðlag. Hún var á 24. aldursári og barnshafandi að
öðru barni sínu. Úrskurðurinn var gerður og fékk stúlkan meðlag
með barni sínu fyrir og eftir fæðingu þess. Næst kom stúlkan í októ-
ber 1939 og bjó hún þá í litlu herbergi með börnum sínum tveimur,
tveggja mánaða og tveggja ára. Hún fékk meðlög með börnunum
og húsaleigu en gat á engan hátt lifað af þessu og bað hún um að
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N76
42 Sigurður Gylfi Magnússon, Lífshættir í Reykjavík 1930–1940, bls. 123.
43 Laufey Valdimarsdóttir, Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdóttur, bls. XI–XII. —
Guðrún Kristinsdóttir, Child welfare, bls. 137.
44 Laufey Valdimarsdóttir, Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdóttur, bls. 161–162.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 76