Saga - 2004, Page 83
En hvers vegna tók fólk að sér barn sem í raun hafði enga aðstöðu
til þess? Bríet Bjarnhéðinsdóttir benti á ástæðu þess að margt fátækt
fólk tæki að sér fósturbörn í grein í Kvennablaðinu árið 1913:
Margt af fólkinu á góðum heimilum vill … ekki taka þau. Það
veit að meðgjöfin er ekkert upp í það, sem gott uppeldi barns
kostar, það vill og getur ekki tekið börn til að gera mun á því
og sínum börnum, en það hefir hvorki efni né ástæður til að
taka slík fósturbörn. Það vill því heldur gjalda sín gjöld til bæj-
arsjóðs og vera laust við að taka börnin. Endirinn verður þá oft
sá, að bláfátækt fólk býðst til að taka þau, sem lítið hefir að lifa
á fyrir sig, nema þessa litlu meðgjöf barnsins, og geta menn
skilið hve mikils er að vænta af slíku uppeldi. 69
Því virðist sem meðlagið hafi verið fátæku fólki mikilvægara en
þeim sem höfðu úr meira að moða, jafnvel hefur meðgjöfin verið
nokkurs konar aukatekjur. Nefna má bréf frá árinu 1909 þar sem
faðir biður fátækranefndina um styrk til þess að borga húsaleigu, 12
kr. á mánuði: „Orsökin til að ég verð að biðja um svo mikið er að það
hefur verið tekið af mér hin mikla hjálp sem ég hafði með yngsta
barni mínu. Sem var 9 kr á mánuði …“70 Þannig má ætla að meðlag
með börnunum hafi verið mörgum fátækum fjölskyldum tekjulind.
Því má ætla af orðum Steinunnar og Bríetar að nokkuð hafi verið um
að fátækt fólk hafi tekið börn í fóstur vegna meðlagsins. Varla hefur
þetta skapað góðar aðstæður eða góð uppeldisskilyrði fyrir börnin,
eins og Bríet og Steinunn benda reyndar á í greinum sínum.71
Ætli fátækranefnd hafi þá reynt að koma börnunum í fóstur á
sem ódýrastan hátt? Það má ætla eftir orðum þeirra Steinunnar og
Bríetar að greinilegt er að fátækar fjölskyldur voru tilbúnar að taka
að sér börnin fyrir minna meðlag en efnaðri fjölskyldur. Athyglis-
vert er að skoða í þessu samhengi undirboðsþingin sem tíðkuðust
hér á landi frá 1872, þar til þau voru afnumin með fátækralögunum
1905. Undirboðsþingin gengu út á það að leitað var lægstu tilboða
í framfæri niðursetninga og ómaga. Sá sem tilbúinn var að taka að
sér niðursetninginn fyrir lægsta meðlag fékk hann.72 Bent hefur
Ö R B I R G Ð O G U P P L A U S N F J Ö L S K Y L D N A 83
69 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bæjarstjórnarkosningar“, bls. 90.
70 Bskj. 1018. Bréf og skjöl fátækramála 1909–1910. Bréf N.N. til fátækranefndar
dags. 24. jan. 1909.
71 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bæjarstjórnarkosningar“, bls. 90. — Steinunn Bjart-
marsdóttir, „Barnahæli í Reykjavík“, bls. 17–18.
72 Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi. Síðara bindi, bls. 204. — Gísli
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 83