Saga - 2004, Page 84
verið á að ólíklegt sé að slík uppboð hafi átt sér stað í Reykjavík.73
Þó má segja að fátækranefndin í Reykjavík hafi reynt að koma börn-
um í fóstur á sem ódýrastan hátt. Í bréfi frá árinu 1919 er t.d. að
finna tilboð um meðgjöf með barni sem verið hafði í fóstri hjá bréf-
ritara í nokkurn tíma:
Tilboð um meðgjöf … Frá því í vor 2. júlí til 1. október sé með-
lagið sama og árið áður eða 22 kr. fr. mánuð, en frá 1. október
í haust til 14. maí 1920 sé meðlagið 50 kr. á mánuði, ef hin
heiðraða fátækranefnd gæti komið henni fyrir, fyrir lægri með-
gjöf óska ég að hún noti sér það, en ég sé mér ekki fært að gjöra
lægra tilboð.74
Vera má að hér sé bréfritari að reyna að kría meira meðlag út úr
nefndinni þar sem vitað var að erfitt gat reynst að koma börnum í
fóstur en þó þykir mér það ólíklegt. Til eru mörg dæmi um að jafn-
há meðlög hafi verið greidd með fósturbörnum, t.d. 36 kr. meðal-
meðlag á ári.75 Engu að síður virðist sem fátækranefnd Reykjavík-
ur hafi reynt að koma börnum fyrir á sem ódýrastan hátt. Því til
stuðnings er hægt að benda á að börnum var komið fyrir hjá fátæk-
um fjölskyldum sem voru tilbúnar að taka að sér börnin fyrir það
lága meðlag sem borgað var með börnunum. Langlíklegast er að
fólkið á „góðu heimilunum“ hafi ekki viljað taka að sér fósturbörn
vegna þess að því fannst meðgjöfin ekki vera nógu há.
Annað atriði sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir bendir á er að fólkið á
„góðu heimilunum“ hafi heldur viljað greiða sín gjöld til bæjarsjóðs
og vera þannig laust við að taka börn í fóstur. Kann hér að vera
komin enn ein skýring á því að börnum var komið í fóstur á fátæk-
um heimilum. Bærinn kann að hafa komið börnum í fóstur til þeirra
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N84
64 Ágúst Gunnlaugsson, „„Þraut að vera þurfamaður““, bls. 134. — Undirboð
þurfalinga þótti mjög ómannúðlegt og niðurlægjandi en ætla má að dauði
fósturdrengs eins í V-Skaftafellssýslu árið 1903 af ónógu viðurværi og illri
meðferð hafi orðið til þess að undirboð þurfalinga var bannað. Sjá nánar um
þetta mál í Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi. Síðara bindi, bls.
204–205. Enn fremur Sverrir Kristjánsson, Tómas Guðmundsson, Horfin tíð.
Íslenzkir örlagaþættir, bls. 41–84.
73 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómagar og utangarðsfólk, bls. 178.
74 Bskj. 2610. Þurfamannaævir. Innansveitar nr. 381–400. Fi/395. N.N. til fá-
tækranefndar dags. 5. nóv. 1919.
75 Sjá. Bskj. 15665. Fundargerðir fátækranefndar 1917–1918. Fundur fátækra-
nefndar 23. sept. 1918. — Bskj. 2617. Þurfamannaævir. Innansveitar nr.
586–615. Fi/587. Bréf N.N. til boragarstjórans í Reykjavík dags. 13. jan. 1919.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 84