Saga - 2004, Side 86
vegum Reykjavíkurbæjar á þessum tíma. Af 87 dvalarstöðum utan
Reykjavíkur voru átta á barnahælum, sjö að Sólheimum í Gríms-
nesi, og einn að Silungapolli, sem var sumarheimili fyrir börn. Af
þeim dvalarstöðum sem skráðir eru utan Reykjavíkur eru 57 í ná-
grenni bæjarins (þ.e. í Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Árnessýslu og
Borgarfjarðarsýslu). Börnum hefur augsýnilega verið komið fyrir
sem næst Reykjavík, sennilega til hægðarauka fyrir yfirvöld, en það
var eitt af hlutverkum barnaverndarnefndar að fylgjast með þeim
börnum sem voru í fóstri. Annars voru það formenn skólanefnda í
sveitum sem höfðu oftast eftirlit með þeim heimilum sem höfðu
börn í fóstri og barnaverndarnefnd gat ekki haft eftirlit með vegna
fjarlægðar.80 Fyrir tíma barnaverndarnefndar var það hlutverk fá-
tækrastjórnar í Reykjavík að hafa eftirlit með því að öll börn fengju
sómasamlegt uppeldi, og í því fólst þar af leiðandi líka eftirlit með
fósturbörnum.81 Einnig hefur það skipt máli að fátækrastjórnin var
í raun og veru ekki sjálfráð um hvar börnum var komið fyrir en þar
réðu foreldrar mestu og því hefur nálægð við bæinn skipt miklu
máli.82 Eins hafði barnaverndarnefnd samráð við foreldrana um
hvar koma skyldi börnum fyrir.83
Þær upplýsingar sem koma fram í töflu 5 eru eingöngu unnar úr
skráningum 117 barna sem framfærslunefnd Reykjavíkur kom fyrir
1937–1939 og skráð eru í dagbækur framfærslufulltrúanna. Erfitt er
hins vegar að sjá hvar börnum, sem foreldrar höfðu komið fyrir án
afskipta yfirvalda, var komið í fóstur. Ætla má að af þeim börnum
sem talin eru upp í töflu 1, hafi mun stærri hluti fósturbarna dval-
ið í Reykjavík en tafla 5 gefur til kynna, þó svo að það hafi ekki
verið sérstaklega athugað.
Athygli vekur hve mörg börn dvöldust í Árnessýslu en líklegt er
að ástæðuna fyrir því megi rekja til nálægðarinnar við Reykjavík og
að gott samstarf hafi verið á milli bæjaryfirvalda og skólanefnda
Árnessýslu, en það voru yfirleitt skólanefndir í sveitum sem bentu
bæjaryfirvöldum á hentuga dvalarstaði fyrir börn.84 Í skýrslu
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N86
80 Bskj. Ársskýrslur barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1932–1968. Prentað efni.
Skýrsla barnaverndarnefndar 1936–1937, bls. 11.
81 Símon Jóhann Ágústsson, „Barnavernd“, bls. 186.
82 Bskj. 6776. Bréf barnaverndarnefndar 1932–1962. Bréf barnaverndarnefndar
til Guðlaugs Halldórssonar, oddvita Breiðavíkurhrepps, dags. 5. apríl 1933.
83 Alþingistíðindi 1932 A, bls. 405.
84 Bskj. Ársskýrslur barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1932–1968. Prentað efni.
Skýrsla barnaverndarnefndar 1936–1937, bls. 11.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 86