Saga - 2004, Page 95
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R
Ljósmæður, brjóstamjólk og hreinlæti
Bættar lífslíkur ungbarna á síðari hluta
19. aldar og í upphafi 20. aldar
Samanborið við flest Evrópulönd var ungbarnadauði á 18. og 19. öld afar
mikill hér á landi. Þetta hefur að vonum vakið athygli fræðimanna og á síð-
astliðnum tveimur áratugum hefur töluvert verið ritað um efnið, einkum
þó um tímann fyrir 1850.1 Flestir sagnfræðingar sem stundað hafa rann-
sóknir á þessu sviði hafa lagt áherslu á samband barnaeldis og ungbarna-
dauða. Hér er lögð megináhersla á tímabilið eftir 1850. Leitað er skýringa á
því hvers vegna svo mjög dró úr ungbarnadauða hér á landi á síðasta fjórð-
ungi 19. aldar og fyrstu þremur áratugum 20. aldar. Kannað er flókið sam-
band minnkandi ungbarnadauða og ýmissa félagslegra, menningarlegra og
efnahagslegra þátta. Sjónum er beint að vaxandi brjóstagjöf og þætti ljós-
mæðra í breyttum barnaeldisvenjum á tímabilinu. Þá er fjallað um áhrif
brjóstagjafar á frjósemi og það hvort vinna kvenna á 19. öld hafi haft áhrif
á möguleika mæðra til að gefa börnum brjóst.
Sumarið 2002 varði ég doktorsritgerð um þróun ungbarnadauða
hérlendis á tímabilinu 1770–1920 við háskólann í Umeå í Svíþjóð.2
Rannsókn mín var liður í norrænu samstarfsverkefni en af hálfu Ís-
lands tóku þátt í því auk mín sagnfræðingarnir Loftur Guttorms-
son, Gísli Ágúst Gunnlaugsson og, að honum látnum, Guðmundur
Hálfdanarson. Eitt meginmarkmið verkefnisins var að skýra hvers
vegna dró úr ungbarnadauða á Norðurlöndum á tímabilinu
1750–1950.3 Áhersla var lögð á að afla upplýsinga um ungbarna-
Saga XLII:2 (2004), bls. 95–128.
1 Sjá einkum: Loftur Guttormsson, „Barnaeldi, ungbarnadauði og viðkoma á Ís-
landi 1750–1860“, bls. 137–169. — Gísli Gunnarsson, The Sex-Ratio, the Infant
Mortality and Adjoining Societal Response in Pre-Transitional Iceland. — Helgi Þor-
láksson, „Óvelkomin börn?“, bls. 79–120. — Árni Björnsson, Merkisdagar á
mannsœvinni.
2 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child. Regional, Cultural and Social Aspects of the
Infant Mortality Decline in Iceland, 1770–1920 (Umeå, 2002). Fljótlega eftir vörn-
ina kom ritstjórn Sögu að máli við mig og hvatti mig til að bjóða fram grein sem
byggðist á niðurstöðum rannsóknarinnar. Með þessari grein er orðið við þeirri
ósk.
3 Með ungbarnadauða er átt við dánartíðni fyrir eins árs aldur. Ungbarnadauði
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 95