Saga - 2004, Side 96
dauða og þróun hans eftir landsvæðum (sýslum og prestaköllum).
Annað markmið var að grafast fyrir um ástæður þess að svo hratt
dró úr ungbarnadauða og leggja þar áherslu á breytingar í einstök-
um staðfélögum (local communities). Alþjóðlegar rannsóknir á ung-
barnadauða fyrir 1900 hafa nær undantekningarlaust leitt í ljós að
jafnan var mikill munur á lífslíkum eftir því hvar börn voru fædd,
ólíkt því sem sjá má á Vesturlöndum nú til dags. Hinir stóru drætt-
ir dylja einatt mikilvægan mun milli landshluta, þjóðfélagshópa og
einstakra fjölskyldna. Þess vegna var lögð megináhersla á það í
rannsókninni að skoða landshlutamun, en það auðveldaði mat á
vægi einstakra félagslegra, menningarlegra og efnahagslegra þátta
sem höfðu áhrif á ungbarnadauða.
Íslenski rannsóknarhópurinn hefur þegar kynnt niðurstöður
rannsókna sinna í ræðu og riti hérlendis og erlendis.4 Í greininni
verður aðeins rætt um atriði sem hafa hlotið takmarkaða umfjöllun
hér á landi til þessa og mynda stofninn í rannsókn minni. Fjallað
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R96
4 er jafnan reiknaður af 1000 lifandi fæddum. Vegna þess hve ólíkar ástæður
liggja að baki dauðsfalls eftir því hvenær á fyrsta árinu barn deyr er oft brugð-
ið á það ráð að skoða dánartíðni einstakar vikur eða mánuði fyrsta ársins. Í
þessari grein er fjallað um nýburadauða (neonatal mortality) og er þar átt við börn
sem deyja fyrir 28. dag ævi sinnar. Einnig er lítillega fjallað um dauðsföll barna
sem hafa náð eins árs aldri. Hér er notað hugtakið smábarnadauði yfir þá sem
deyja á aldrinum eins til fjögurra ára (early childhood mortality).
4 Grein um efnið birtist í Sögu um það leyti sem ég var að ljúka við handrit
doktorsritgerðarinnar: Loftur Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmund-
ur Hálfdanarson, „Ungbarna- og barnadauði á Íslandi 1771–1950. Nokkrar
rannsóknarniðurstöður“, bls. 51–107. Þar er sýnd þróun ungbarnadauða ein-
staka mánuði fyrsta aldursársins í þremur prófastsdæmum hér á landi og
verður ekkert af því endurtekið hér. — Á innlendum vettvangi höfum við auk
þess ritað eftirfarandi greinar um efnið: Ólöf Garðarsdóttir, „Hugleiðingar um
áhrifaþætti ungbarnadauðans á Íslandi“, bls. 385–393. — Ólöf Garðarsdóttir,
„Mikilvægi ættartengsla fyrir lífslíkur óskilgetinna barna og samfélagsstöðu
mæðra þeirra á seinni hluta 19. aldar“, bls. 338–346. — Á erlendum vettvangi
hefur eftirfarandi birst: Ólöf Garðarsdóttir, „The Implications of Illegitimacy in
Late Nineteenth-Century Iceland. The Relationship between Infant Mortality
and the Household Position of Mothers Giving Birth to Illegitimate Children“,
bls. 435–461. — Ólöf Garðarsdóttir og Loftur Guttormsson, „Regional Aspects
of the Development of Health Reforms and the Decline of Infant Mortality in
19th Century Iceland“, bls. 179–200. — Loftur Guttormsson og Ólöf Garðars-
dóttir, „The Development of Infant Mortality in Iceland 1800–1920“, bls.
151–176. — Ólöf Garðarsdóttir, „Amning och spädbarns överlevnad på
Island“, bls. 183–206.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 96