Saga - 2004, Page 97
verður um fjögur atriði í jafnmörgum köflum: Byrjað er á barnaeldi á
Íslandi og áhrif þess á ungbarnadauða skoðað, jafnframt sem kynnt-
ar verða niðurstöður alþjóðlegra rannsókna um áhrif hins flókna
samspils brjóstagjafar og annarra þátta á lífslíkur ungbarna fyrr á
tímum. Í öðrum hluta verður rætt um þátt ljósmæðra í að draga úr
ungbarnadauða. Í þeim þriðja verða skoðuð áhrif brjóstagjafar á frjó-
semi og í fjórða lagi verður fjallað um hvort vinna kvenna hafði áhrif á
möguleika mæðra á að gefa börnum brjóst. Að lokum verður vikið
sérstaklega að heimildanotkun og aðferðum rannsóknarinnar.
Hér verður ekki undan því vikist að bregðast við gagnrýni sem
kom fram í ritdómi Jóns Ólafs Ísbergs um ritgerð mína í vorhefti
Sögu 2003 eftir því sem tilefni gefst til.5 Í ritdómnum er að finna
fjöldann allan af rangfærslum og illa rökstuddum og óljósum stað-
hæfingum. Hér er ekki rúm til að svara athugasemdum Jóns Ólafs
lið fyrir lið en áður en lengra er haldið er, samhengisins vegna, rétt
að leiðrétta eina staðreyndarvillu í samantekt hans á efni bókarinn-
ar. Þótt samantektin sé nánast orðrétt þýðing á útdrætti sem birtist
með bók minni kemur fram meinleg þýðingarvilla þar sem hann
greinir frá þróun ungbarnadauða hér á landi. Jón Ólafur greinir frá
miklum ungbarnadauða á fyrri hluta 19. aldar og segir síðan: „Þetta
hafi breyst eftir 1850 og 20 árum síðar hafi ungbarnadauði verið
orðinn lægri hér en í flestum öðrum samfélögum.“6 Í útdrætti mín-
um kemur hins vegar skýrt fram að þessu marki var ekki náð fyrr
en upp úr aldamótunum 1900.7 Um 1870 var ungbarnadauði á Ís-
landi enn afar mikill á evrópskan mælikvarða þótt vissulega hefði
dregið úr honum miðað við sóttarskeiðið sem ríkti um miðbik 19.
aldar. Mynd 1 sýnir fimm ára meðaltöl ungbarnadauða hér á landi
frá lokum 18. aldar til 1940.8 Þar sést að ungbarnadauði 1786–1820
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 97
5 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 214–219. — Sjá einnig
athugasemd við ritdóminn eftir Loft Guttormsson í Sögu XL:2 (2003), bls.
249–251.
6 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 214.
7 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 2. Þar segir orðrétt: „After 1850 the
effects of epidemics declined and 20 years later there was a steep decline in in-
fant mortality. By the beginning of the 20th century infant mortality in Iceland
was lower than in most other societies.“
8 Upplýsingar um ungbarnadauða á tímabilinu 1786–1838 byggjast á sex úrtaks-
prestaköllum. Eftir það er um landsmeðaltal að ræða. Um val á prestaköllum
og umfjöllun um það hversu vel þau spegla landsmeðaltalið, sjá: Loftur Gutt-
ormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson, „Ungbarna- og
barnadauði“, bls. 56–59. — Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 52–56.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 97