Saga - 2004, Page 100
Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á Jóni Ólafi að ég skuli vísa í
rannsóknir Lofts Guttormssonar í bókinni. Því er til að svara að
rannsóknir Lofts á þessu sviði eru það umfangsmiklar að erfitt er að
komast hjá því að vitna mikið til hans. Það er heldur ekki rétt hjá
Jóni Ólafi að heimildarýni sé ekki viðhöfð. Ítarlega umfjöllun um
heimildir frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar sem greina frá því að
börn voru ekki alin á brjóstamjólk er að finna í bókinni.11 Þar er ein-
mitt bent á að varasamt sé að taka ýmsar heimildir sem greina frá
barnaeldi bókstaflega. Þeir samtímamenn sem greindu frá barna-
eldisháttum á Íslandi hafi ekki alltaf verið í nánum tengslum við al-
þýðu og gera megi ráð fyrir að ummæli þeirra byggist að einhverju
leyti á upplýsingum frá öðrum. Þá er vert að minnast á að margir
þeirra þekktu aðeins til staðhátta á afmörkuðum svæðum. Þetta á
t.d. við um Bretann George S. MacKenzie sem dvaldi einkum á Suð-
ur- og Vesturlandi í Íslandsför sinni 181012 og Danann Peter
Schleisner (1818–1900) sem einnig fór um Suður- og Vesturland
1846. Í bók minni færi ég rök fyrir því að staðhæfingar útlendinga
þess efnis að íslenskar konur leggi börn sín ekki á brjóst þurfi ekki
endilega að merkja að nýburar hafi ekki notið brjóstsins fyrst eftir
fæðinguna. Vel getur hugsast að ummæli þeirra séu einungis til
vitnis um að það hafi komið þeim á óvart hversu ung börnin voru
þegar farið var að ala þau á annarri fæðu en brjóstamjólk. Það hafi
sem sagt vakið athygli þeirra að brjóstagjöf stóð hér veikari fótum
en í heimalöndum þeirra. Í þessu sambandi má geta þess að bæði í
Bretlandi og Danmörku var almenna reglan sú, í það minnsta á 18.
og 19. öld, að konur hefðu börn á brjósti í a.m.k. sex til níu mánuði.13
Af ofansögðu má ljóst vera að ég tel ekki að umræddar heimild-
ir megi nota til þess að staðhæfa að ungbörn hafi alls ekki verið lögð
á brjóst á Íslandi. Þær bendi hins vegar tvímælalaust til þess að
brjóstagjafarhefð hafi verið veik hér á landi, þ.e. að nýburar hafi
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R100
11 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 128–131 og 152–155.
12 Andrew Wawn, „Preface“, The Iceland Journal of Henry Holland 1810, bls. xi.
13 Robert I. Woods, P.A. Watterson og J.H. Woodward, „The Causes of Rapid In-
fant Mortality Decline in England and Wales, 1861–1921. Part II“, bls. 117–119.
— Anne Løkke, Døden i barndommen. Spædbørnsdødelighed og moderniser-
ingsprocesser i Danmark 1800 til 1920, bls. 152–157. Í báðum þessum löndum
var brjóstagjöf almenn og undantekningar frá þessari reglu voru fáar. Þó má
nefna örfá landbúnaðarhéruð í Danmörku þar sem nýburar voru ekki lagðir
á brjóst. Ungbarnadauði í þessum héruðum var umtalsvert meiri en annars
staðar í Danmörku.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 100