Saga - 2004, Blaðsíða 103
Af augljósum ástæðum er sagnfræðingum sniðinn talsvert
þrengri stakkur við rannsóknir á áhrifaþáttum ungbarnadauða á
fyrri öldum en læknum og þjóðháttafræðingum sem starfa við vett-
vangsrannsóknir í fátækum löndum nútímans. Fyrir lok 19. aldar er
ekki um auðugan garð að gresja og heimildir bjóða yfirleitt ekki
upp á að gerðar séu einstaklingsbundnar greiningar fyrr en undir
lok 19. aldarinnar. Ofangreindar rannsóknir hafa aftur á móti reynst
mikilvægt hjálpartæki við leit að skýringum á þeim mikla lands-
hlutamun sem var á ungbarna- og barnadauða í samfélögum fortíð-
ar. Allflestar rannsóknir á ungbarnadauða fyrr á tímum hafa leitt í
ljós að þéttbýlisstig var mikilvægur áhrifaþáttur. Vegna þröngbýlis
var smábörnum í borgum yfirleitt mun hættara við að smitast af
ýmsum umgangspestum en ella. Óhreint vatn og léleg mjólk varð
mörgum borgarbörnum að fjörtjóni og magasjúkdómar voru mun
algengari þar en í sveitum. Sumarhitar höfðu sitt að segja og dauðs-
föll af völdum niðurgangspesta voru yfirleitt flest um mitt sumar.22
Erfitt reyndist að geyma matvæli og mikilvæg ungbarnafæða á
borð við mjólk var gróðrarstía fyrir bakteríur af ýmsum toga, m.a.
berklabakteríu.23 Eins og í þróunarlöndum nútímans skipti höfuð-
máli við þessar aðstæður að ungbörn væru höfð á brjósti. Á meðan
þeim var ekki gefin nein viðbótarfæða voru þau vel varin gegn
sjúkdómum. Á sumum þéttbýlum svæðum í Evrópu þar sem
brjóstagjöf var almenn og varði lengi var dánartíðni framan af fyrsta
árinu ekki tiltakanlega hærri en í sveitum. Eftir að farið var að venja
börn af brjósti jókst munur milli strjálbýlis og þéttbýlis. Dánartíðni
á síðari hluta fyrsta aldursársins gat þess vegna verið mjög há í
þéttbýli og smábarnadauði (dánartíðni frá eins til fjögurra ára) var
yfirleitt talsvert meiri í þéttbýli en strjálbýli.24
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 103
22 Sjá t.d.: Robert I. Woods, P.A. Watterson og J.H. Woodward, „The Causes of
Rapid Infant Mortality Decline 1861–1921. Part I“, bls. 353–362. — Naomi
Williams, „Death in its Season: Class, Environment and the Mortality of In-
fants in Nineteenth-Century Sheffield“, bls. 71–94. — Jörg Vögele, „Urban-
ization, Infant Mortality and Public Health in Imperial Germany“, bls.
108–128. — Anne Løkke, Døden i barndommen, bls. 197–199. — Sören Edvins-
son, Den osunda staden. Sociala skillnader i dödlighet i 1800-talets Sundsvall, bls.
212.
23 P.J. Atkins, „White Poison? The Social Consequences of Milk Consumption
1850–1930“, bls. 207–227.
24 David Reher, Vincente Pérez-Mordea og Josep Bernabeau-Mestre, „Assessing
Change in Historical Contexts: Childhood Mortality Patterns in Spain during
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 103