Saga - 2004, Page 106
rekja til mismunandi barnaeldishátta.28 Í bókinni er dánartíðni ung-
barna athuguð eftir einstökum vikum og mánuðum fyrsta ald-
ursársins á rannsóknarsvæðunum og til þess að sannreyna upplýs-
ingar um barnaeldi er m.a. notað svokallað bíómetrískt reiknilíkan
sem þróað var af Svisslendingnum Bourgois-Pichat.29 Þar er upp-
söfnuð dánartíðni eftir einstökum aldursmánuðum fyrsta ársins
sýnd á lógaritmískum skala. Samkvæmt þessari aðferð gefur þróun
ungbarnadauða á fyrsta aldursárinu ákveðnar vísbendingar um
það hvenær börn eru vanin af brjósti. Það er raunar með ólíkindum
hversu vel líkanið kemur heim og saman við vitnisburð lækna í árs-
skýrslum þeirra og öðrum ritum um barnaeldishætti í einstökum
landshlutum á 19. öld.30
Þótt heimildir um aðbúnað ungbarna frá síðari hluta 19. aldar
séu á margan hátt mun ítarlegri en heimildir frá því fyrir 1850 gefa
þær þó langt í frá eins glögga mynd af barnaeldisháttum og skýrsl-
ur frá öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Ýmsar heimildir frá þeim
tíma veita upplýsingar um einstök börn, aðbúnað þeirra og heilsu-
far. Hér má nefna ljósmæðraskýrslur en þar koma fram upplýsing-
ar um heilsufar einstakra sængurkvenna og barna þeirra, þyngd
og lengd hvers barns og greint er frá því hvort barnið var lagt á
brjóst, hvort því var gefinn peli eða hvort gefinn var peli meðfram
brjóstagjöf. Önnur afar athyglisverð heimild um barnaeldi frá
þessu tímabili er manntalið 1920. Þar voru fjölskyldur með börn
undir eins árs aldri inntar eftir því hvort börnin væru höfð á brjósti
og ef brjóstagjöf hafði verið hætt var gerð grein fyrir því hversu
lengi börnin höfðu verið alin á brjósti. Í tengslum við rannsókn
mína bjó ég til gagnagrunn með upplýsingum um brjóstagjöf allra
ungbarna á landinu þetta ár auk þess sem upplýsingum úr ljós-
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R106
28 Auk bókarinnar má lesa um þessar niðurstöður á íslensku í: Ólöf Garðars-
dóttir, „Hugleiðingar um áhrifaþætti ungbarnadauðans á Íslandi“, bls.
385–393. — Loftur Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir og Guðmundur Hálfdan-
arson, „Ungbarna- og barnadauði á Íslandi 1770–1950“.
29 Jean Bourgeois-Pichat, „La mesure de la mortalité infantile. Principes et mét-
hodes“, bls. 233–248. — Jean Bourgeois-Pichat, „Analyse de la mortalité in-
fantile“, bls. 45–68. — Um aðferðina og vísbendingar um barnaeldi, sjá: John
Knodel og Hallie Kintner, „The Impact of Breast Feeding Patterns on the
Biometric Analysis of Infant Mortality“, bls. 391–409. — Katherine A. Lynch,
Joel B. Greenhouse og Anders Brändström, „Biometric Modeling in the Study
of Infant Mortality. Evidence from Nineteenth-Century Sweden“, bls. 53–64.
30 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 131–151.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 106