Saga - 2004, Side 109
enda sýna upplýsingar úr manntali og ljósmæðraskýrslum að jafn-
vel þótt nýburar væru lagðir á brjóst var brjóstagjöf afar skamm-
vinn. Þetta bendir eindregið til þess að snemma hafi verið farið að
gefa börnum viðbótarfæðu, en það dregur úr myndun brjósta-
mjólkur og leiðir til þess að börn eru snemma vanin af brjósti.35
En ljósmóðir hafði fleiri hlutverk með höndum en að leiðbeina
sængurkonum um brjóstagjöf og í bók minni eru skyldum ljós-
mæðra á einstökum tímaskeiðum gerð ítarleg skil. Jón Ólafur virð-
ist þeirrar skoðunar að of mikið sé gert úr hlut þeirra:
Í þeim hluta bókarinnar [þ.e. Saving the Child] þar sem fjallað
er um hlutverk ljósmæðra, menntun þeirra og starf verður
ásetningurinn um að gera hlut þeirra sem mestan mjög áber-
andi. Það er miður því vissulega hefði verið ástæða til að fjalla
af athygli og vandvirkni um hlut ljósmæðra í bættu heilbrigði
allra landsmanna og þá sérstaklega minnkandi ungbarna-
dauða. Það er engin ástæða til að bera ljósmæður saman við
lækna og fara í meting milli heilbrigðisstétta. Það er staðreynd
að læknar og ljósmæður höfðu litla þekkingu á heilbrigðismál-
um á þessum tíma miðað við það sem síðar varð. Því verður
ekki breytt. Þó að sett séu lög, eitthvað sé uppgötvað eða sann-
að og því síðan komið á framfæri á prenti þýðir það ekki sjálf-
krafa að allir meðtaki boðskapinn. Almennt séð er sú úrvinnsla
heimilda sem sýnir fram á mikilvægi ljósmæðra ekki með
þeim hætti að eðlilegt geti talist.36
Erfitt er að átta sig á því hvaða tímabil Jón Ólafur á við þegar hann
segir „læknar og ljósmæður höfðu litla þekkingu á heilbrigðismál-
um miðað við það sem síðar varð.“ Ritgerð mín spannar mjög langt
tímabil, 1770–1920, og þekking og hugmyndir um sjúkdóma og or-
sakir þeirra breyttust mikið á þessu tímabili. Ólíku er saman að
jafna, aldamótunum 1800 og upphafi 20. aldar, bæði hvað varðar
þekkingu á smitleiðum, hugmyndir manna um hreinlæti og æski-
lega barnaeldishætti, svo að ekki sé talað um aðgengi almennings
að heilbrigðisstéttum og tiltrú fólks á þeim. Sem fyrr segir var
þekking á smitleiðum til staðar um 1870 og hún breiddist hratt út á
Vesturlöndum á árabilinu 1870–1900.37 Fjölmargar rannsóknir hafa
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 109
35 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 152.
36 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 217.
37 Sjá einkum: Dorothy Porter, Health, Civilization and the State, bls. 140. — Ro-
bert Woods og Nicola Shelton, An Atlas of Victorian Mortality. — James C.
Riley, Sickness, Recovery and Death, 7. kafli.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 109