Saga - 2004, Page 111
þegar nafni hans Hjaltalín (1807–1882) tók við landlæknisembætt-
inu 1855 en hann ræddi í ársskýrslum sínum um leiðir til þess að
efla brjóstagjöf hér á landi. Að hans dómi var sjálfgefið að ljósmæð-
ur miðluðu þekkingunni til mæðra. Sama má sjá hjá danska lækn-
inum Schleisner en hann telur í riti sínu frá 1849 að eitt af megin-
hlutverkum ljósmæðra eigi að vera að leiðbeina mæðrum um með-
ferð barna og brjóstagjöf.42
Það var sem sagt alls ekki sjálfgefið að ráðamenn eða aðrir sem
sinntu heilbrigðismálefnum litu svo á að ljósmæður ættu að fræða
mæður um ágæti brjóstamjólkur. Ég finn þess hvergi stað í ritum
(hvorki dönskum né íslenskum) frá því fyrir 1840 að gert hafi verið
ráð fyrir að þær hefðu þetta hlutverk með höndum. Þetta er athyglis-
vert í ljósi þess að allt frá því fyrir aldamótin 1800 höfðu ljósmæð-
ur í Svíþjóð verið þjálfaðar gagngert til þess að miðla mæðrum
þekkingu um ágæti brjóstagjafar í héruðum þar sem brjóstagjöf
stóð höllum fæti.43 Hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum var hug-
myndum af þessu tagi ekki fyrir að fara. Erfitt er að gera sér í hug-
arlund hvers vegna ekki var meira samræmi í áróðri fyrir brjósta-
gjöf í þessum tveimur löndum (Danmörku og Svíþjóð) en ekki er
ósennilegt að sú staðreynd að í langflestum héruðum Danmerkur
var brjóstagjöf almenn og langvinn44 hafi haft sitt að segja um það
að dönskum heilbrigðisyfirvöldum hugkvæmdist ekki að ljósmæð-
ur gætu sinnt fræðslu um brjóstagjöf hér á landi. Framan af 19. öld-
inni þóttu aðrir aðilar augsýnilega betur til þess fallnir. Í erindis-
bréfi til amtmannsins í Vesturamti frá árinu 1803 var þess t.a.m. far-
ið á leit að hann hvetti hreppstjóra og presta til þess að brýna fyrir
mæðrum að þær létu af fyrri háttum og legðu börn sín á brjóst.45
Ekki er minnst orði á ljósmæður í þessu bréfi.46 Þetta breyttist sem
fyrr segir um miðbik 19. aldar en um það leyti var farið að líta starf
ljósmæðranna allt öðrum augum en áður hafði verið gert.
Til þess að breyting yrði á barnaeldisháttum var samvinna
a.m.k. þriggja aðila nauðsynleg, þ.e. lækna, ljósmæðra og mæðra.
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 111
42 Peter Schleisner, Island undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt, bls. 192.
43 Anders Brändström, „Infant Mortality in Sweden 1750–1950. Past and Present
Research into its Decline“, bls. 20–22. — Martin Jägervall, Nils Rosén von Ros-
enstein och hans lärobok i pediatrik.
44 Um brjóstagjöf eftir landsvæðum í Danmörku, sjá: Anne Løkke, Døden i barn-
dommen, bls. 150–151 og 168–179.
45 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 157.
46 Lovsamling for Island 6 (1792–1805), bls. 645.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 111