Saga - 2004, Side 114
um hafi, miðað við það sem nú tíðkast, ekki verið upp á marga
fiska, var ólíku saman að jafna. Auðveldara var að koma í veg fyr-
ir mengun mjólkur og vatns í fámennum sjávarþorpum en stór-
borgum. Svo má heldur ekki gleyma því að veðurfar hér á landi var
ákjósanlegra en á meginlandinu þar sem erfitt var að geyma mat og
koma í veg fyrir að hann skemmdist, einkanlega að sumri til. Það
sem hjálpaði enn frekar til hér á landi var að menn þurftu ekki í
sama mæli og fólk erlendis að berjast við vágesti á borð við kóleru,
sem skutu upp kollinum yfir sumarmánuðina, einkum þegar hlýj-
ast var, allt fram undir lok 19. aldar.
Af ofansögðu má ljóst vera að brjóstagjöf var ekki ein og sér for-
senda þess að úr ungbarnadauða dró heldur lágu margar samverk-
andi ástæður að baki því. Bætt barnaeldi (ekki einungis brjóstagjöf)
var ein af meginforsendunum og þarna gegndu ljósmæður lykilhlut-
verki. Þær höfðu ekki einungis það hlutverk að fræða mæður um
brjóstagjöf heldur einnig um aðra mikilvæga þætti, þ.m.t. meðferð
matvæla og hreinlæti, sem m.a. fólst í því að sjóða vatn sem notað var
til að blanda kúamjólk með. Það er alveg ljóst að þegar þetta var ekki
gert voru lífslíkur nýbura sem fengu óþynnta kúamjólk úr óhreinum
ílátum, svo að ekki sé talað um aðra illmeltanlega fasta fæðu, mun
minni en brjóstabarna. Langalgengasta dánarorsök hinna fyrrnefndu
voru niðurgangssjúkdómar. Það sem flýtti svo enn frekar fyrir dauða
barna með niðurgangssjúkdóma var að fyrir tíma glerflaskna og pela
var erfitt að koma nægilega miklum vökva í litla og viðkvæma lík-
ama. Schleisner, sem var hér á landi árið 1846, hélt því fram að gler-
flöskur væru fáanlegar í kaupstöðum en annars staðar væri börnum
gefið úr tréílátum.53 Erfitt er að segja hvenær gúmmítúttur voru
orðnar algengar hér á landi en í upphafi 20. aldar tíðkaðist enn að
nota trétúttur sem vafnar voru með lérefti.54
Breyttir barnaeldishættir voru sem sagt helsti lífgjafi ungviðis á
Íslandi undir lok 19. aldar; þar lék aukin brjóstagjöf mikilvægt hlut-
verk, en alls ekki eina hlutverkið. Vegna strjálbýlis og fremur
heilsusamlegra aðstæðna nægðu ofangreindar aðgerðir í hreinlæt-
ismálum og brjóstagjöf, þótt hún væri almennt fremur skammvinn,
til þess að draga úr ungbarnadauðanum. Um 1910 var ungbarna-
dauði á Íslandi á landsvísu einmitt álíka mikill og hann var í sveita-
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R114
53 Peter Schleisner, Island undersögt, bls. 194–195. — Sjá: Ólöf Garðarsdóttir, Sav-
ing the Child, bls. 57–59.
54 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the Child, bls. 18 og 140–141.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 114