Saga - 2004, Page 116
giftra kvenna var afar há.56 Í ritdómi dregur Jón Ólafur í efa að
brjóstagjöf hafi áhrif á frjósemi þar sem hann segir: „aftur er það
borið á borð að brjóstagjöf ein og sér sé getnaðarvörn.“57 Hann get-
ur þess ekki hverjir aðrir hafi borið kenninguna um samspil brjósta-
gjafar og frjósemi á borð. Ég geri reyndar ráð fyrir að Jón Ólafur eigi
við Loft Guttormsson,58 þegar hann gefur í skyn að ég sé ekki eini
íslenski sagnfræðingurinn sem fjallað hafi um efnið. Jón Ólafur vís-
ar tvisvar í ritdómi sínum til greinar Móniku Magnúsdóttur „Hníp-
in kona í vanda“ og gagnrýnir mig fyrir að geta ekki greinar henn-
ar í bókinni. Það er þó ekki fullljóst hvort Jón Ólafur telur grein
Móniku góða heimild um samband brjóstagjafar og frjósemi en sú
grein er eina heimildin um efnið sem Jón Ólafur vísar til og gæti
stutt staðhæfingu hans um að brjóstagjöf hafi ekki áhrif á frjósemi.
Í grein Móniku segir m.a.:
Í mörgum rannsóknanna er athyglinni beint að brjósteldi sem
getnaðarvörn og vísað í nútímarannsóknir því til rökstuðn-
ings. Lengi má deila um þær kenningar, en konur hafa fljótt
gert sér ljóst að brjóstagjöf er ekki getnaðarvörn. Konan hefur
getað dregið þær ályktanir út frá atferli dýranna, hún vissi að
kýrin mjólkaði þar til hún var komin fast að burði.59
Mónika vísar ekki til neinna rannsókna um efnið í sinni grein. Auð-
vitað er alveg ljóst að í samanburði við hormónalyf, lykkjur og
margprófaða smokka nútímans getur brjóstagjöf ekki talist sérlega
örugg getnaðarvörn. Það fer hins vegar ekki á milli mála að brjósta-
gjöf hefur áhrif á framleiðslu hórmónanna prólaktíns og GnRH/LH
og kemur þannig í veg fyrir egglos í fimm til níu mánuði. Allmarg-
ar rannsóknir hafa leitt í ljós að brjóstagjöf getur talist mjög örugg
getnaðarvörn (98%) fyrstu sex mánuðina, svo framarlega sem barn-
ið fær einungis brjóst, aldrei líði nema sex klukkutímar á milli gjafa
og móðirin hafi ekki blæðingar.60 Um það hversu örugg getnaðar-
Ó L Ö F G A R Ð A R S D Ó T T I R116
57 Jón Ólafur Ísberg, [Ritdómur um Saving the Child], bls. 216.
58 Loftur Guttormsson, „Barnaeldi, ungbarnadauði og viðkoma á Íslandi“, bls.
151–155.
59 Mónika Magnúsdóttir, „Hnípin kona í vanda. Hugleiðingar um mæður átj-
ándu aldar“, bls. 67–68.
60 Alan McNeilly, „Lactation and Fertility“, bls. 291–297. — Alan McNeilly,
„Lactational Control of Reproduction“, bls. 583–590. — R.V. Short, P.R. Lew-
is, M.B. Renfree og G. Shaw, „Contraceptive Effects of Extended Lactational
Amenorrhoea: Beyond the Bellagio Consensus“, bls. 337. — G.A. Tommaselli
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 116