Saga - 2004, Page 123
fjallað um viðbrögð einstaklinga við ríkjandi aðstæðum og viðleitni
þeirra til þess að bæta lífsskilyrði sín. Á síðustu áratugum 19. aldar
og í upphafi 20. aldar léku ljósmæður mikilvægt hlutverk í að bæta
lífslíkur lítilla barna, ekki hvað síst með fræðslu um brjóstagjöf og
hreinlæti. Þær voru þó langt í frá einangraðar í þeirri baráttu; þær
ólust upp við tilteknar aðstæður og hugmyndafræði sem mótuðu
bæði þær og aðra í þeirra nánasta umhverfi. Hvort þeim tókst ætl-
unarverk sitt fór bæði eftir persónuleika og þekkingu þeirra sjálfra
og mæðranna sem þær aðstoðuðu. Samband ljósmóður við héraðs-
lækni gat líka skipt sköpum.
Bók mín er langt í frá tæmandi úttekt á heilsufari ungbarna,
ungbarnadauða og ástæðum fyrir því að úr honum dró hér á landi.
Íslenskar mannfjöldaheimildir og heilbrigðisskýrslur eru ríkulegar
og möguleikar á rannsóknum á heilsufari og lífslíkum barna nánast
ótæmandi. Hvaða möguleika höfðu einstakar fjölskyldur til þess að
bregðast við sjúkdómum og dauðsföllum? Hvaða áhrif hafði
menntun mæðra á ungbarnadauðann? Hafði samsetning og stærð
fjölskyldna áhrif á lífslíkur lítilla barna? Vonandi eiga fræðimenn
þess kost að sinna frekari rannsóknum á þessu sviði á komandi
árum.
Heimildaskrá
Óprentaðar heimildir
Þjóðminjasafn Íslands: Þjms.
Spurningaskrá þjóðháttasafns nr. 10. Barnið, fæðing og fyrsta ár.
Þjóðskjalasafn Íslands: ÞÍ.
Skjalasafn landlæknis. D. Ársskýrslur lækna 1804–1946.
Handrit: Hdr.
Derosas, Renzo, Bad Brothers, Good Sisters: Infant Neglect and Childcare in Ni-
neteenth-Century Venice, erindi haldið á European Social Science History
Conference í Haag 27. febr.–2. mars 2002.
Prentaðar heimildir
Atkins, P.J., „White Poison? The Social Consequences of Milk Consumption
1850–1930“, Social History of Medicine 5:2 (1992), bls. 207–227.
Árni Björnsson, Merkisdagar á mannsœvinni (Reykjavík, 1996).
Black, Robert og E.A. Robert, „Diarrheal Diseases and Child Morbidity and
L J Ó S M Æ Ð U R, B R J Ó S TA M J Ó L K O G H R E I N L Æ T I 123
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 123