Saga - 2004, Blaðsíða 131
Samningaviðræður hófust fljótlega eftir komu íslensku fulltrú-
anna til Kaupmannahafnar. Litlar fréttir af viðræðum bárust til Ís-
lands. Þó spurðist út að dönsku fulltrúarnir hefðu lagt fram reikn-
ing sem sýndi að Íslendingar skulduðu Dönum rúmlega fimm
milljónir króna vegna tímabilsins 1700–1907. Væntanlega hefur ver-
ið um að ræða mismuninn á tekjum danska ríkissjóðsins af Íslandi
og útgjöldum hans vegna þess. Þetta var há upphæð, rúmlega tvö-
falt hærri en áætluð útgjöld landssjóðs Íslands árin 1906 og 1907.
Nokkur blaðaskrif urðu um þetta atriði og taldi Ísafold 21. mars að
Danir ætluðu ekki að krefjast greiðslu, reikningurinn hefði verið
lagður fram til að hræða íslensku fulltrúana frá því að halda ýtrustu
kröfum í sjálfstæðismálinu til streitu.4 Eftir þetta fréttist lítt af
samningaviðræðum og gerðust menn óþolinmóðir. Tveir fulltrúar
Landvarnarflokksins fóru til Kaupmannahafnar þeirra erinda að
reyna að fá fréttir af viðræðunum, Bjarni Jónsson frá Vogi í mars-
mánuði 1908 og Ari Jónsson (Ari Arnalds) um mánaðamótin
apríl–maí. Þeim varð ekki ágengt fyrr en á síðustu starfsdögum
nefndarinnar.5
Valtýr Guðmundsson varð fengsælli en landvarnarmenn. Hann
rekur gang viðræðnanna í þremur bréfum til Björns Jónssonar sem
skrifuð voru í mars og apríl 1908.6 Dr. Valtýr tekur fram í bréfunum
að hér sé um algjört trúnaðarmál að ræða, sem ekki komi til greina
að birta í blöðum enda fái hann þá ekki meiri upplýsingar. Doktor-
inn telur þó koma til álita að gera undantekningu með Björn Krist-
jánsson, þingmann Gullbringu- og Kjósarsýslu og síðar banka-
stjóra, enda verðskuldi hann traust. Þeir Björn og Valtýr sátu báðir
á þingi fyrir þetta kjördæmi. Hér verður vikið að upplýsingum
þeim sem bréfin þrjú geyma. Væntanlega hafa tengsl dr. Valtýs við
fulltrúa Þjóðræðisflokksins í nefndinni gert honum kleift að afla
þessara upplýsinga. Þetta á ekki hvað síst við um Jóhannes Jóhann-
esson en dr. Valtýr var kvæntur Önnu systur hans. Fram hefur
S Æ T T I F R I Ð R I K V I I I H A N N E S O G VA LT Ý 1908? 131
4 „Millilaganefndin“, Ísafold, 21. mars 1908, bls. 45–46. Höfundur er ekki til-
greindur og er greinin væntanlega eftir Björn Jónsson ritstjóra.
5 Lýður Björnsson, Björn ritstjóri, bls. 131–132. — Ari Arnalds, Minningar
(Reykjavík, 1949), bls. 139–140.
6 Lýður Björnsson, Björn ritstjóri, bls. 131–134. — Tilvitnuð bréf eru varðveitt í
Landsbókasafni – Háskólabókasafni: Lbs.–Hbs. Ísafoldarbréf. Bréfin fundust í
kassa undir súð að Staðarstað (Sóleyjargötu 1) þegar loftið var rýmt vegna sölu
á eigninni um eða upp úr 1970. Allmörg önnur bréf frá stjórnmálamönnum
voru að auki í kassa þessum.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 131