Saga - 2004, Page 135
ugu og fjórir uppkastsandstæðingar náðu kjöri í kosningunum
haustið 1908 en aðeins níu fylgismenn þess. Auk þessa náði dr.
Valtýr Guðmundsson kjöri á Seyðisfirði á vafaatkvæði, sigraði
uppkastsandstæðinginn sr. Björn Þorláksson. Alþingi úrskurðaði
þá kosningu ógilda fljótlega eftir að það kom saman 15. febrúar
1909. Kosningin á Seyðisfirði var endurtekin 9. mars og hafði sr.
Björn þá sigur, hlaut 13 atkvæði umfram keppinaut sinn. Tuttugu
og fimm þjóðkjörnir þingmenn fylltu því flokk uppkastsandstæð-
inga á Alþingi þegar til kastanna kom en níu fylgdu uppkastinu.
Konungkjörnir þingmenn jöfnuðu þetta hlutfall nokkuð en þeir
fylgdu allir uppkastinu. Svo hafði raunar ekki verið fyrir kosning-
arnar en konungur skipaði að nýju í stöður konungkjörinna eftir
þær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alþingi var sett að vetri til en fram
til þess tíma hafði það verið sett fyrstu dagana í júlímánuði. Kosn-
ingarnar 1908 voru fyrstu leynilegu kosningarnar til Alþingis og
kann það að skýra að hluta þá útreið sem nokkrir rótgrónir þing-
menn fengu það haust. Kosningaþátttaka hefur væntanlega verið
mikil enda var þetta í fyrsta skipti sem kjördeild var opin í sér-
hverjum hreppi. Áður hafði aðeins ein kjördeild verið opin í hverju
kjördæmi.13
Viðbrögð við kosningaúrslitunum í Danmörku
Fréttir af kosningaúrslitum bárust fljótt til Danmerkur og vöktu
mikla athygli, einkum á æðri stöðum. Dr. Valtýr víkur að þessu í
bréfi til Jóhannesar Jóhannessonar, dagsettu 28. september, og hef-
ur eftirfarandi fréttir að færa meðal annars:
Ég forðaðist í yfirlýsingu minni að minnast á hvað ég mundi
gera, ef fyrir lægi að greiða atkvæði um það (uppkastið)
óbreytt. Ég vildi hafa þar frjálsar hendur. Mín sannfæring er,
að sú eventúalítet komi aldrei fyrir. Það strandaði einmitt á því
í sumar við flokksstjórnina viðvíkjandi framboði í Gullbringu-
og Kjósarsýslu, að ég vildi ekki lofa að greiða atkvæði með að
fella frumvarpið.
Ég sá að ég varð að vera í oppositión, ef ég ætti að geta gert
nokkurt gagn. Þetta er enn ljósar nú. Fyrir það get ég komið til
greina sem ráðherra eftir Hannes Hafstein. Rosenstand hefir
S Æ T T I F R I Ð R I K V I I I H A N N E S O G VA LT Ý 1908? 135
13 Ari Arnalds, Minningar, bls. 162–163. — Illugi Jökulsson, Ísland í aldanna rás.
Saga lands og þjóðar ár frá ári I, 1900–1950 (Reykjavík, 2000), bls. 35, 42.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 135