Saga - 2004, Síða 136
nú talað við mig og vill hafa mig, og mun þá konungur ekki
fjarri. Hann segir Hannes Hafstein búinn að vera, og gerði
ráð fyrir að sjá um að konungur kallaði mig til viðtals áður en
Hannes Hafstein kæmi. Ég er þó mjög hikandi, hvort leggj-
andi væri út í þetta fyrir mig, held þó hins vegar, að ekki
mundu aðrir líklegri til að fá oppositiónina inn á skynsam-
lega braut, ef annars nokkru tauti verður við hana komið. Það
held ég þó megi, þegar Hannes Hafstein er frá. Nema suma
Landvarnarmenn sem eru ólæknandi. Þetta er náttúrlega alt
alveg heimulegt, sem þú mátt engum segja. Annars gerði
Hannes Hafstein réttast í að styðja þetta. Oppositiónin mundi
þá klofna í moderat og radikal gruppe og stjórnarliðið (nú-
verandi) styðja þá moderötu og líklega renna saman við með
tímanum. Þeir Skúli (Thoroddsen) og Kristján Jónsson (sem
er enn stífari) ættu skilið að spekúlatiónir þeirra yrðu að
engu.“14
Maður að nafni Rosenstand var konungsritari (kabinetssekretær) árið
1907 og kom þá til Íslands með konungi. Mun hér vera um hann að
ræða. Útilokað er að konungsritari hafi flutt manni boð lík þeim
sem Rosenstand flutti dr. Valtý án vitundar og vilja konungs. Frið-
rik VIII hefur því reynt að hvetja dr. Valtý til að leita eftir ráðherra-
dómi á eftir Hannesi Hafstein. Dr. Valtýr virðist kenna Önnu, konu
Kristjáns Jónssonar, og börnum þeirra hjóna um það hve Kristján
var andsnúinn uppkastinu. Hún var dóttir Þórarins Böðvarssonar
(d. 1895), alþingsmanns og prests.15 Líta má á hugleiðingar dr. Val-
týs um sameiningu heimastjórnarmanna og hægfara uppkastsand-
stæðinga sem forspá. Hún rættist árið 1912.
Hver hlýtur ráðherradóm?
Heimsókn Rosenstands konungsritara til dr. Valtýs í Kaupmanna-
höfn virðist hafa ýtt við honum og hvatt hann til að leggja ekki árar
í bát í tilraunum til að öðlast ráðherradóm. Hann ritar Jóhannesi
L Ý Ð U R B J Ö R N S S O N136
14 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn. Bréfaskipti Valtýs Guðmundssonar
og Jóhannesar Jóhannessonar, Jón Þ. Þór bjó til pr. (Reykjavík, 1999), bls.
294–295.
15 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn, bls. 279. — Svenn Poulsen, Ís-
landsferðin. Frásögn um för Friðriks áttunda og ríkisþingmanna til Færeyja og Ís-
lands sumarið 1907. Svenn Poulsen og Holger Rosenberg. Geir Jónasson þýddi
(Reykjavík, 1958), bls. 18.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 136