Saga - 2004, Page 140
og kom vantrauststillagan því ekki til umræðu í efri deild. Konung-
ur veitti Hannesi lausn frá embætti hinn 28. febrúar en fól honum
jafnframt að gegna störfum uns nýr ráðherra hefði verið skipaður.
Það dróst nokkuð á langinn eða til 31. mars en þá var Björn Jónsson
skipaður ráðherra. Daginn eftir var Hannes Hafstein skipaður
þriðji bankastjóri við Íslandsbanka. Sá banki tók til starfa 7. júní
1904 og laut fyrsta hálfa árið stjórn þriggja bankastjóra. Einn þeirra,
Páll Briem, fyrrverandi amtmaður, andaðist hinn 15. desember
sama ár en ekki var ráðið í stöðu hans fyrr en 1. apríl 1909. Telja
verður mjög sennilegt að ráðningin 1909 hafi tengst kosningaúrslit-
unum 1908. Ekki er ljóst hvers vegna Hannes Hafstein beið jafn-
lengi með að biðjast lausnar og raun bar vitni. Væntanlega hefur
hann ekki gert ráð fyrir því að halda ráðherraembættinu, að minnsta
kosti ekki eftir komuna frá Danmörku. Hann kann að hafa ætlað að
valda pólitískum andstæðingum sínum erfiðleikum með þessum
drætti — og tókst það. Raunar kemur einnig til álita að Hannes hafi
verið að bíða staðfestingar á að hljóta öruggt embætti en fjárhagur
hans var ekki sem bestur um þessar mundir.20
Sáttaleið Friðriks VIII konungs árið 1908
Bréf dr. Valtýs til Björns Jónssonar í mars- og aprílmánuði sýna að
stál hefur mætt stáli í sambandslaganefndinni fram um miðjan apríl-
mánuð og að þá hefur hnífurinn vart komist á milli Hannesar Haf-
steins og fulltrúa Þjóðræðisflokksins í nefndinni. Dr. Valtý leist, að
því er virðist, þunglega á framvindu mála fyrir hönd síns flokks,
óttast fyrst að niðurstaða nefndarinnar verði flokki Hannesar til
framdráttar í fyrirhuguðum kosningum og síðar að Hannes geti
kennt Dönum um ef upp úr viðræðum slitnaði og aukið með því
fylgi Heimastjórnarflokksins. Hann ráðleggur því flokksforystunni
heima á Íslandi að hefja kosningabaráttu þegar á vordögum en
bannar þeim að gagnrýna Hannes Hafstein fyrir annað en fjármála-
stjórn hans. Auðvitað kom ekki til greina að gagnrýna ráðherrann
fyrir framgöngu í sjálfstæðismálinu á meðan samningaviðræður
stóðu yfir og þagmælsku var krafist af þátttakendum í þeim. Dr.
Valtýr kveður suma nefndarmenn orðna óþreyjufulla í bið eftir ár-
L Ý Ð U R B J Ö R N S S O N140
20 Lýður Björnsson, Björn ritstjóri, bls. 149–158. — Alþingismannatal 1845–1975,
Lárus H. Blöndal, Ólafur F. Hjartar, Halldór Kristjánsson og Jóhannes Hall-
dórsson tóku saman (Reykjavík, 1978), bls. 169–170, 318–319.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 140