Saga - 2004, Page 141
angri. Sjálfsagt hefur það einnig átt við um Friðrik VIII en dr. Val-
týr kveður hann vilja mikið til þess vinna að samningar takist. Kon-
ungur mun hafa séð að við svo búið mátti ekki lengur standa. Hann
bauð dr. Valtý til borðhalds laust fyrir miðjan aprílmánuð og ræddi
þar við hann um málefni sem voru að dómi doktorsins of eldfim til
að segja frá í bréfi til trúnaðarvinar. Væntanlega hefur störf sam-
bandslaganefndarinnar borið þar á góma. Víst er að minnsta kosti
að fáum dögum síðar (18. apríl) lögðu íslensku fulltrúarnir fram til-
lögu í nefndinni og var þá í fyrsta skipti, að því er virðist, slegið af
kröfum Þingvallafundar (sameiginlegur fáni). Skúli Thoroddsen
lagðist gegn þessari tilhliðrun. Þessi framvinda mála bendir til þess
að þeir konungur og dr. Valtýr hafi lagt línur í fyrrnefndu boði og
ef til vill síðar og að konungur hafi einnig rætt málið við Hannes
Hafstein og danska fulltrúa í nefndinni. Konungur hefur leitað eft-
ir því við dr. Valtý (og líklega einnig við Hannes Hafstein þá eða
síðar) í margnefndu boði hvaða lágmarksúrlausn Íslendingar gætu
sætt sig við og knúið á um lausn í þeim dúr. Dr. Valtýr hefur lagt
samflokksmönnum sínum, Jóhannesi Jóhannessyni og Stefáni Stef-
ánssyni, línurnar en ekkert bendir til að Skúli Thoroddsen hafi fyllt
þann hóp. Skúli var einangraður í nefndinni og hafa fylgismenn
uppkastsins í nefndinni og konungur ekki talið hann líklegan til að
hindra samþykkt uppkastsins. Þeir hafa misreiknað slagkraft land-
varnarmanna og væntanlega ekki reiknað með því að Björn Jónsson
mundi snúast til liðs við þá. Hann var þá ritstjóri Ísafoldar, áhrifa-
mesta málgagns þjóðræðismanna. Líklega hafa konungur og fyrr-
nefndir fylgismenn uppkastsins ekki vitað að báðir synir Björns,
Sveinn, síðar forseti Íslands, og Ólafur, síðar ritstjóri, voru orðnir
landvarnarmenn en þeir munu hafa haft mikil áhrif á afstöðu
Björns vorið og sumarið 1908. Sveinn kveðst meira að segja hafa
verið lýðveldissinni þegar sennan um uppkastið stóð sem hæst.21
Hér verður þess getið til, í ljósi vitneskju um viðræður konungs
og dr. Valtýs í boði hins fyrrnefnda og framvindu mála síðar í apríl-
mánuði 1908, að konungur hafi fengið heimastjórnarmenn í sam-
bandslaganefndinni, dr. Valtý og tvo fulltrúa Þjóðræðismanna til að
fallast á málamiðlun sem síðar varð niðurstaða nefndarinnar. Til
þessa er höfðað í heiti ritgerðarinnar enda virðast þeir Hannes Haf-
stein og dr. Valtýr naumast hafa verið persónulegir óvinir þó að þeir
S Æ T T I F R I Ð R I K V I I I H A N N E S O G VA LT Ý 1908? 141
21 Sveinn Björnsson, Endurminningar Sveins Björnssonar. Sigurður Nordal sá um
útg. (Reykjavík, [1957]), bls. 53–54, 63–64.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 141