Saga - 2004, Side 142
væru andstæðingar í stjórnmálum. Vera má einnig að samkomulag-
ið hafi verið öllu víðtækara. Viss atriði í atburðarásinni á síðari hluta
árs 1908 og öndverðu ári 1909 gætu bent til samkomulags um að for-
ystumaður þess flokks sem bæri sigur úr býtum í fyrirhuguðum
kosningum yrði ráðherra Íslands en hinn yrði þriðji bankastjóri Ís-
landsbanka. Þetta getur skýrt yfirlýsingu Rosenstands um að hann
kysi dr. Valtý sem eftirmann Hannesar Hafsteins, væntanlega gefna
að ósk konungs, einnig þreifingar dr. Valtýs meðal nýrra þingmanna
uppkastsandstæðinga á skipsfjöl á leiðinni frá Eskifirði til Reykja-
víkur og ráðningu Hannesar Hafsteins í embætti þriðja bankastjóra
Íslandsbanka. Dr. Valtýr sótti raunar síðar á árinu 1909 um banka-
stjórastöðu við Landsbankann en var hafnað og segir Jóhannes Jó-
hannesson í bréfi, dagsettu 20. október 1909, að þetta hafi sært sig.
Hafði Valtýr þó fært þetta í tal við Björn Jónsson ráðherra áður en
hann sendi inn umsókn og ekki verið ráðlagt frá því að sækja um.22
Hann virðist því hafa haft von um önnur málalok. Hér var um tvær
stöður að ræða og hinn 1. október 1909 voru þær veittar nöfnunum
Birni Kristjánssyni og Birni Sigurðssyni. Flokkur Hannesar tapaði
kosningunum og Hannes fékk bankastjórastöðu. Flokkur dr. Valtýs
sigraði í kosningunum en hafði snúið baki við foringja sínum. Af
þeirri ástæðu kom ekkert í hlut dr. Valtýs Guðmundssonar.
Heimastjórnarmaðurinn Hannes Þorsteinsson gekk til liðs við
uppkastsandstæðinga árið 1908. Hann kveður dr. Valtý í fyrstu hafa
verið með uppkastinu en síðar reynt að smjúga frá því er hann hafi
séð hve lítinn byr það fékk.23 Þetta virðist ofmælt. Dr. Valtýr sýnist
hafa fylgt uppkastinu á fyrstu mánuðum ársins 1909 en hann sá að
vísu á því nokkra annmarka. Sama virðist hafa verið uppi á ten-
ingnum í yfirlýsingu þeirri sem hann gaf vorið 1908. Ef til vill kem-
ur afstaða dr. Valtýs til uppkastsins best fram í eftirfarandi ummæl-
um í bréfi til Guðrúnar Símonardóttur Skaftason, hálfsystur hans,
dagsettu 30. desember 1908: „Fannst rétt að viðurkenna það, sem
gott er í frumvarpinu — og í því er margt gott — en laga gallana
með hógværð.“24
L Ý Ð U R B J Ö R N S S O N142
22 Valtýr Guðmundsson, Aldamót og endurreisn, bls. 311. — Valtýr Guðmunds-
son, Doktor Valtýr segir frá. Úr bréfum Valtýs Guðmundssonar til móður sinnar og
stjúpa 1878–1927, Finnur Sigmundsson bjó til pr. (Reykjavík, 1964), bls. 177 nm.
23 Hannes Þorsteinsson, Endurminningar og hugleiðingar um hitt og þetta, er á dag-
ana hefur drifið, ritaðar af honum sjálfum 1926–1928, Þorsteinn Þorsteinsson bjó
til pr. (Reykjavík, 1962), bls. 301.
24 Valtýr Guðmundsson, Doktor Valtýr segir frá, bls. 166 nm.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 142