Saga - 2004, Síða 150
ur íslenskur sjálfsþurftarbúskapur óþægilegur í sögulegu ljósi og
nær litlu máli en ljómi leikur um fyrirmenn útlendrar borgarastétt-
ar“ (bls. 235). Heldur finnst mér öfugsnúið og önugt að lesa þetta
vegna þess að ég hef gert mér sérstakt far um að fjalla um sjálfs-
þurft í ýmsum skrifum mínum, sennilega einna mest núlifandi
sagnfræðinga íslenskra og alveg kinnroðalaust.12 Það kemur skýrt
fram í umræddri bók að dönskum einokunarkaupmönnum mis-
tókst margt hrapallega en að ein skýring þess að landsmenn urðu
ekki verr úti vegna þessa en raun bar vitni hafi einmitt verið sú að
sjálfsþurft var enn megineinkenni á búskap þeirra.13
Þá finnur ritdómari að því að ég skuli ekki nýta rit eftir sjálfan
mig þar sem ég fjalla um skoðanir Lofts Guttormssonar um að lang-
an tíma hafi tekið að innræta almenningi réttar lútherskar skoðanir
(bls. 233–234).14 Guðrún Ása bendir á að ég taki undir skoðanir
Lofts í þessu riti mínu sem hún vísar til um það „að ósennilegt sé
að fólk hafi almennt verið farið að tileinka sér meginatriði í
lútherskum kenningum þegar um 1630, þannig að þá hafi orðið
tímamót af þeirri ástæðu.“ Hún segir að samt fylgi ég gamalli tíma-
bilaskiptingu í hinu ritdæmda riti og miði sem fyrri fræðimenn við
að forkólfar kirkjunnar hafi náð árangri um 1630 og þá sé eðlilegt
að hafa þáttaskil (bls. 234). Þar er ég aðeins að fjalla um stjórn-
skipan og ytri tákn og siði sem fólki bar að temja sér, svo sem skýrt
má ráða af samhengi.15 Hins vegar segi ég ekkert um það að þá hafi
allur þorrinn tileinkað sér rétta kenningu og lifað í samræmi við
hana. Um það tek ég hins vegar upp umræðu á bls. 327–328 í um-
ræddu bindi af Sögu Íslands þar sem ég reifa hugmyndir Lofts og
geri síðan grein fyrir mínum og hallast helst að því að fólk almennt
hafi tileinkað sér réttar kenningar vart síðar en um 1670 og rökstyð
það.16 Þrátt fyrir þetta segir ritdómari að ég víki mér undan að taka
rökstudda afstöðu í þessu máli en því fer víðs fjarri. Umræðan
snýst um hvenær evangelísk lífsskoðun fór „að ná til hjartnanna“,
svo að notað sé frekar óheppilegt orðalag Jóns Helgasonar biskups,
H E L G I Þ O R L Á K S S O N150
12 Sjá einkum Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag. Vaðmál í utanlandsverslun og
búskap Íslendinga á 13. og 14. öld (Reykjavík, 1991), bls. 18–22.
13 Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI, bls. 311.
14 Sbr. Helgi Þorláksson, „Siðskipti, siðbót, siðbreyting“, Kristni á Íslandi. Útgáfu-
málaþing á Akureyri 15. apríl 2000 og í Reykjavík 23. október 2000. Ágústa
Þorbergsdóttir bjó til pr. (Reykjavík, 2001), bls. 125–131.
15 Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI, bls. 211.
16 Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI, bls. 338.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 150