Saga - 2004, Síða 154
1770–1771, voru flestir því fylgjandi að henni yrði áfram haldið. Í
þessu samhengi má vísa á bók mína Upp er boðið Ísaland, en þar er
greint frá viðbrögðum íslenskra embættismanna við hugmyndum
Skúla Magnússonar um aukið frelsi í verslunarmálum.2 Þessi kafli
bókar minnar byggðist mest á skjölum Landsnefndarinnar fyrri
sem Bergsteinn Jónsson gaf út 1958 og 1961. Raunar hafði Jón Jóns-
son (síðar Aðils) rakið þennan höfðingjastuðning við einokunar-
verslun löngu fyrr í grein sinni í danska Historisk Tidsskrift þegar
árið 1897.3 Ekki er ástæða til að ætla að verslunarhugmyndir höfð-
ingja á 17. öld hafi verið mjög frábrugðnar viðhorfum embættis-
manna um 1770. Eigi að síður telur Guðrún Ása þessa frásögn um
stuðning íslenskra mektarmanna við einokunarverslunina vera
dæmi um þjónkun Helga Þorlákssonar við erlenda markaðsmenn-
ingu. En hvað um Jón Aðils árið 1897? Þjónaði hann þá alþjóðavæð-
ingunni?
Nokkuð er fjallað um aðgreiningu manna eftir stéttum í bók
Helga sem í frásögn Guðrúnar Ásu birtist þannig:
Í Sögu Íslands VI fer fjarska lítið fyrir lífsstriti hins sögulausa
nafnlausa skara bjargálna bænda sem guldu konungi og kirkju
tolla og tíundir og skemmtu sér við raust kveðindismanna;
bókin flytur lengra mál um einstaka valdsmenn, ómaga, ver-
gangsmenn og búðsetumenn en þá búmenn sem héldu uppi
byggð í landinu og nýttu hvern blett innan hefðbundinna
landamerkja og í almenningi með fastskorðuðu verklagi sem
miðaði að hámarksnýtingu hverrar lífrænnar örðu (bls. 237).
Þetta eru merkileg orð. Stillt er upp hefðbundinni mynd af íslenska
bóndanum í aldanna rás, í þessu tilfelli er hún látin gilda um 16. og
17. öld. Gegn bóndanum í þessari mynd er komið sameiginlegt lið
valdsmanna, ómaga, vergangsmanna og búðsetumanna. Þetta er
athyglisverður samsetningur. En þess ber að geta að Guðrún Ása
getur þess í engu að Helgi rekur í bók sinni mætavel hve sundur-
leitur bændalýðurinn var,4 allur þorri bænda var þrælpíndir leigu-
liðar en meðal bænda voru einnig landeigendur, þessir valdsmenn
G Í S L I G U N N A R S S O N154
2 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag
1602–1787 (Reykjavík, 1987), kafli 11.2, bls. 233–242.
3 Jón J. Aðils, „Den danske regering og den islandske monopolhandel i det 18.
århundrede“, Historisk Tidsskrift, Sjette Række, 6. bd. (Kaupmannahöfn,
1895/1897), bls. 535–610.
4 Sjá Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI. Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds, bls. 129–132.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 154