Saga - 2004, Page 173
Fjallað verður um það á eftir. Sýningarefninu er skipt niður eftir
skeiðum sögunnar. Fyrsta herbergið er helgað 19. öldinni og aðdrag-
andanum að heimastjórninni. Í miðherberginu, sem að sumu leyti
virðist hugsað sem tilfinningalegur hápunktur sýningarinnar, er
greint frá stjórnarskiptunum og Hannesi Hafstein. Í þriðja herberg-
inu er svo sjónum beint að hinu eiginlega heimastjórnartímabili
(1904–1918) og margvíslegum breytingum sem urðu á þjóðlífinu.
Sýningin í Þjóðmenningarhúsi hefur ólíkt þyngra yfirbragð en
sú er var í Þjóðarbókhlöðu. Safnahúsið, sem var heiti hússins lengst
af, setur gestinn í vissar hátíðarstellingar sökum byggingarstíls
síns, upphafs og langrar og virðulegrar sögu. Við það bætist svo sú
ímynd sem reynt hefur verið að skapa Þjóðmenningarhúsinu sem
sögulegu helgiskríni eða gullastokki þjóðarinnar.4 Takmörkuð birta
í sumum herbergjunum, hluti sýningarmuna og voldugir glerflek-
ar magna svo hátíðleika sýningarinnar á ýmsan hátt.5
Miðherbergið, sem gestum er með óbeinum hætti beint fyrst inn
í sökum víðrar inngöngu og yfirbragðs, gefur til kynna að þar sé
kóróna sýningarinnar. Í því eru sex eins glerflekar og undir fjórum
þeirra eru tákn stjórnvalda (skjaldarmerki og fánar). Á fimmta flek-
anum eru tvær ljósmyndir, önnur frá konungsheimsókn 1907 og
hin af Hannesi Hafstein ungum. Á sjötta flekanum eru svo sýndar
blaðafregnir um töku heimastjórnar við valdataumum. Á þessum
flekum eru stuttir skýringartextar auk myndatexta. Við inngöngu í
þetta herbergi, gegnt gestinum, blasa svo við á einum vegg þrír
mattir glerflekar, ólíkir hinum sex, og gefa þeir til kynna að þar sé
miðdepill herbergisins. Á miðflekanum er svarthvít ljósmynda-
stofumynd af Hannesi Hafstein í ráðherrabúningi sínum, horfandi
myndugum en þó mildilegum augum á gestinn. Handskrift Hann-
esar af einu kvæða sinna er notuð sem bakgrunnur á glerplötunni
og undir kvæðinu, og þá um leið ljósmyndinni, er nafnskrift hans.
Á glerflekunum sínum til hvorrar hliðar eru tvö kvæði Hannesar
birt með prentletri en sett upp á stílfærðan hátt.
Hvarfli gesturinn til aðdraganda þessara miklu atburða, sem
sýningarefni og framsetning í miðherbergi gefur til kynna, þá verð-
H E I M A S T J Ó R N Í H Á T Í Ð A R B Ú N I N G I 173
4 Um þetta hefur Ólafur Rastrick fjallað í greininni „Hús með sál — þjóðarsál:
Lesið í sköpun Þjóðmenningarhúss“, Ný saga 12 (2000), bls. 82–88.
5 Eitt sem gerir gestum sýningar óþarflega þungar í skauti er þegar hvergi er
hægt að tylla sér á stól. Við skoðun sýningarinnar í ágúst síðastliðnum var eng-
inn stóll en í október hafði verið bætt nokkuð úr því.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 173