Saga - 2004, Page 174
ur fyrir honum heldur hófstilltari sýning í ögn birtumeira herbergi.
Í þessu herbergi, um 19. öldina, er mestmegnis fjallað um stjórn-
málasöguna. Á fjórum flekum eru fáeinar stiklur í stjórnmálasögu
þess tíma og sýnt efni tengt henni. Tveir glerskápar standa á miðju
gólfi með stæðum af embættisskjölum varðandi Ísland enda er í
textaskýringu bent á það að Íslendingar hafi ekki háð sína baráttu
með vopn í hendi heldur með orðsins brandi. Til að vega upp á
móti stjórnmálasögunni er reynt að gefa innsýn í önnur svið, eink-
um efnahagslíf Íslendinga, og er það gert með tveimur geysistórum
útlínuteikningum af seglskipi og gufuskipi, sínu skipinu á hvorum
gafli herbergisins. Með þeim er alldrjúgur skýringartexti sem veitir
fróðleik um samfélagsgerð, þjóðernisvitund, ástand samgangna,
sjávarútveg og fleiri mál á 19. öld. Eins og til að minna á Danmörku
eru að síðustu tvær afar stórar ljósmyndir af borgarlífinu í Kaup-
mannahöfn nálægt 1900.
Afrakstur heimastjórnarinnar birtist gestinum í þriðja herberg-
inu þar sem léttast er yfir sýningunni og birtumest. Sýningarmunir
eru mjög fjölbreytilegir og sökum staðsetningar og sýningartíma
skín sólin einna best þar inn af öllum herbergjunum. Hlutföll
stjórnmála og annarra sviða samfélagsins eru þar líka allt önnur.
Eiginleg stjórnmálasaga fær aðeins tvo fleka á meðan drepið er á
stöðu kynjanna og menntamál á einum fleka og þéttbýlismyndun
og atvinnuvegi á öðrum fleka. Sagan er sett fram í skýringartextum,
ljósmyndum og myndatextum. Þá eru tvær geysistórar útlínuteikn-
ingar af kláfferju og bogabrú, hvor á sínum gafli herbergisins líkt og
í fyrsta herberginu. Með þeim fylgja myndatextar og knappir en
efnismiklir skýringartextar um verklegar framkvæmdir og tækni-
breytingar, samgöngu- og fjarskiptaumbætur, og hlut hins opinbera
í þessum breytingum.
Til að hnykkja betur á þeirri breytingu sem varð á lífskjörum og
lífsgæðum fólks og neyslu þess er í tveimur glerskápum safnað
saman yfir þrjátíu gripum sem sýna gamla og nýja tímann í hvers-
dagslífi fólks. Hér kemst gesturinn í einna besta snertingu við al-
menning, daglegt líf hans og breytingar á heimastjórnartímanum.
Þetta sýningarefni lyftir mjög upp allri sýningunni. Hér eru sýnis-
horn af koppum, símum, krönum, vatnsfötum, hljóðfærum, eld-
húsáhöldum, tækjum til straujunar, reipum, lömpum, mataráhöld-
um, prjónastokk og prjónavél, mólkurvinnslutækjum, umbúðum,
skófatnaði og byggingarefni (torfi og bárujárni). Til skýringar þess-
um gripum og notkun þeirra eru stuttir textar. Eins og til að klykkja
H A L L D Ó R B J A R N A S O N174
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 174