Saga - 2004, Page 177
jafnverðug málefni nokkuð í skuggann, til dæmis efling skóla-
göngu og menntunar. Margvíslegar breytingar urðu líka í landbún-
aði, langfjölmennasta atvinnuvegi landsmanna. Hefði mátt gefa
fjölbreytilegri mynd af heimastjórnarárunum ef stjórnmálasögunni
hefði verið stillt í meira hóf.
Þegar rætt er um gæði sýninga eru efnishlutföll sýningarmuna
ekki það eina sem skiptir máli. Jafn mikilvægur er sá skilningur á
sögunni sem settur er fram og það sögulega samhengi sem hlutað-
eigandi sýningarefni er sett í. Að þessu leyti eiga báðar sýningarn-
ar það sameiginlegt að birta upphafna og einfalda túlkun á stjórn-
málasögunni, mótaða af þjóðernishyggju og nokkurri foringja- eða
persónudýrkun. Embættisskjölin, skjaldarmerkin, fánarnir, mál-
verk í viðhafnarrömmum, ljósmyndirnar fjölmörgu af Jóni Sigurðs-
syni og Hannesi Hafstein og fjölskyldum þeirra, húsgögn tengd
þeim, bækur þeirra, nafnskriftir og eiginhandarrit og ekki síður há-
stemmd orð sýna þetta vel. Á útlenda gesti verkar þessi sögutúlk-
un sennilega þjóðrembuleg og mörgum Íslendingum þykir áreiðan-
lega nóg um. Hættan er líka sú að þetta skjóti yfir markið, upphafn-
ingin ýti gestunum frá söguefninu og hetjurnar verði fjarlægar.
Meinið er ekki það að þetta sýningarefni sé slæmt í sjálfu sér held-
ur það að samhengið, sem það er sett í, er einhliða bæði hvað varð-
ar persónur og nálgun. Til dæmis er stjórnmálasagan mestmegnis
sögð frá sjónarhóli yfirvalda og lítið fer fyrir hlutdeild almennings,
grasrótarinnar, í þessari sögu.
Stjórnmálasagan á það heldur ekki skilið að fá svona meðferð
því að hún gerist ekki í háloftasölum heldur á sér stað í samskipt-
um fólks, almennings jafnt sem stjórnmálamanna, embættismanna
og konunga. Stjórnmál, líka milli þjóða, snúast alltaf um mannlega
og einfalda hluti eins og annað brölt mannanna: völd, virðingu,
hagsmuni, samkeppni og samvinnu, eigingirni og hugsjónastarf,
sannfæringu og áróður, tilviljanir og duttlunga svo eitthvað sé
nefnt. Dramatík stjórnmála, sem myndar ætíð góðan og skemmti-
legan söguþráð, verður að engu við hátíðleikauppfærslu.
Sýningarskrár voru gefnar út með báðum sýningunum eins og
vera ber. Skrá Þjóðarbókhlöðu inniheldur að vísu einungis kynn-
ingartexta flekanna en ekki ber að vanþakka það. Skrá Þjóðmenn-
ingarhúss er miklu stærri og veglegri og hefur að geyma margvís-
legt efni. Meginefni hennar er söguágrip eftir Helga Skúla Kjartans-
son, sagnfræðing, en upp úr því voru kynningartextar sýningarinn-
ar unnir. Þá eru þar birtar flestar myndirnar sem eru á sýningunni
H E I M A S T J Ó R N Í H Á T Í Ð A R B Ú N I N G I 177
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 177