Saga - 2004, Síða 188
upp aftur“. Þegar hann hefði „fundið góðar lýsingar annarra“ hefði
hann notað þær.4 Til útskýringar aðferðinni nefndi hann dæmi um
„lýsingar“ sem hann hefði „fundið“ í hinum ýmsu ritum og hvernig
hann „smíðaði“ úr þeim sinn eigin texta, einnig með því að blanda
lýsingum saman.5
Aðferðin sem Hannes hefur kosið að beita er „plagíarismi“ eða
það sem á íslensku hefur verið kallað „ritstuldur“ og felst í því að
„höfundur tekur hugsmíð eða rannsókn annars manns traustataki
og birtir á prenti sem sitt eigið verk“.6 Að fráskildum nokkrum fróð-
leiksmolum sem hann nefnir í greinargerð sinni og telur til nýmæla
er bók hans ýmist afritun eða endursögn á því sem fyrr var ritað, sett
fram sem ný sannindi.7 Bókin bætir engu sem máli skiptir við þá
fræðilegu þekkingu sem fyrir var á viðfangsefninu. Nýmæli hennar
felast í aðferðinni.
Bók Hannesar er sett saman úr textum sem hann sækir í verk
fjölmargra höfunda og setur ýmist fram orðrétt eða í endursögn sem
sinn eigin texta. Mest tekur hann frá Halldóri Laxness, og eru fyrstu
fjórir kaflarnir í bókinni að stórum hluta byggðir á minningabókum
hans. Einnig endursegir Hannes ritgerðir Halldórs, oftast svo til
óbreyttar og án heimildafærslu. Þá sækir hann töluverðan texta í
óbirt bréf Halldórs til Erlends Guðmundssonar og endursegir kafla
úr þeim án auðkenningar. Skáldverk Halldórs lítur Hannes á sem
persónulegar heimildir um höfundinn og sviðsetur meint atvik úr
lífi hans með löngum tilvitnunum í þær. Þá er í bókinni mikið sam-
safn „lýsinga“ eftir hina ólíkustu höfunda, svo sem Ásgeir Bjarn-
H E L G A K R E S S188
4 Sama heimild, dálkur 4–5.
5 Sama heimild, dálkur 2–3.
6 Sjá Hannes Pétursson, Bókmenntir (Reykjavík, 1972), bls. 81, undir uppsláttar-
orðinu „ritstuldur“. Um nánari skilgreiningu og tegundir ritstuldar, sjá: Helga
Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti“, bls. 190–191. — Einnig: Gauti Krist-
mannsson, „Plagíat sem aðferð og hefð við Háskóla Íslands?“, Morgunblaðið 14.
jan. 2004, bls. 29, en þar segir með tilvísan í reglur stjórnmálafræðideildar Há-
skólans í Trier: „Ritstuldur er ólögleg upptaka og dreifing texta annarra af öll-
um gerðum og formi án þess að gefa upp hina upprunalegu heimild. Það telst
einnig ritstuldur að rita upp ritgerð að hluta eða í heild, en einnig umorðun
textahluta og upptaka röksemda og staðreynda, ef heimilda er ekki getið á
hverjum stað.“
7 Skv. því sem Hannes telur upp í greinargerð sinni (bls. 29, dálkar 1–3) felast ný-
mælin í bók hans einkum í leiðréttingum, nafnbirtingum og sögum (en þær
kallar hann fróðleik um „menn og atvik“). Sjá einnig: Helga Kress, „Meðal
annarra orða. Fyrri hluti“, bls. 216–220.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 188