Saga - 2004, Side 189
þórsson, Gísla H. Kolbeins, Guðbrand Jónsson, Magnús Á. Árnason,
Konrad Simonsen, Thor Vilhjálmsson, Stefan Zweig og Þórberg
Þórðarson, þar sem Hannes gerir texta þeirra að sínum. Fræðilega
byggist bók hans fyrst og fremst á rannsóknum Peters Hallberg og
eru heilu kaflarnir úr ritum hans felldir inn í bókina án þess að upp-
runa þeirra sé getið. Textatakan er stórfelld og á sér vart sinn líka.8
Hvergi í bókinni gerir Hannes grein fyrir stöðu rannsókna eða
þeim fræðilega grunni sem hann byggir verk sitt á. Í stuttum eftir-
mála nefnir hann nokkur rit sem hann segist hafa reynt „að hagnýta
sér“, m.a. minningabækur Halldórs Laxness, auk þess sem hann
hafi „auðvitað“ haft „ómælt gagn“ af rannsóknum „annarra fræði-
manna“, einkum þeirra Peters Hallberg og Eiríks Jónssonar.9 Fleiri
fræðimenn eru ekki nefndir til sögunnar. Að öðru leyti er vart ann-
að að sjá en bókin sé það fyrsta sem ritað hafi verið um ævi og verk
Halldórs Laxness.10
Að finna upp hjólið
Í bók sinni notar Hannes báðar ævisagnaaðferðirnar sem hann lýsir,
jafnvel þótt hann telji sig hafna annarri, og blandar þeim saman.
Þannig innbyrðir hann svo til í heilu lagi tvær bækur Peters Hall-
berg, kafla úr þeirri þriðju og eina grein að auki með „cut and
paste“-aðferðinni. Munurinn á þeirri „cut and paste“-aðferð sem
hann hafnar og þeirri sem hann notar er að hann sleppir gæsalöpp-
unum utan um klippiverkið. Þá er hann ekki mikið fyrir „að prjóna
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 189
8 Í bók sinni Stolen Words. The Classic Book on Plagiarism (New York, 1989) rekur
Thomas Mallon nokkur fræg dæmi ritstuldar og gerir þeim vandleg skil. Þar
er ekkert sem kemst í hálfkvisti við bók Hannesar hvað varðar umfang og
fjölda þeirra texta sem tekið er úr, en algengast er að höfundar sem slíka aðferð
stunda sæki texta sína í aðeins eina bók, a.m.k. í einu. Í bók Hannesar er hins
vegar að finna texta úr um það bil fimmtíu bókum eftir tuttugu höfunda, og
eru þá handrita- og bréfasöfn ekki meðtalin. Sennilegt er þó að bæði höfundar
og bækur séu mun fleiri.
9 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902–1931. Ævisaga Halldórs Kiljans
Laxness (Reykjavík, 2003), bls. 619. Hér á eftir verður vísað til blaðsíðutals þess-
arar bókar í sviga fyrir aftan hverja tilvitnun í meginmáli. — Eftir því sem best
verður séð kemur Eiríkur Jónsson aðeins einu sinni við sögu í bók Hannesar
sem vitnar til hans í örfáum línum á bls. 302–303. Hlutur hans og Hallbergs er
því alls ekki sambærilegur.
10 Ritdómari Morgunblaðsins, Björn Þór Vilhjálmsson, kallar bókina „brautryðj-
andaverk“. Sjá „Skáldatími“, Morgunblaðið 16. des. 2003, bls. 3.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 189