Saga - 2004, Page 191
Hannes eignar sér þennan efnisútdrátt með því að breyta orðalagi.
Þetta gerir hann með því að skipta út orði fyrir annað svipaðrar
merkingar. Þannig verður t.a.m. „aðalpersóna“ að „aðalsöguhetju“,
„glæsilegur Íslendingur“ að „myndarlegum Íslendingi“, „vestur í
Ameríku“ að „Vesturheimi“, „vonsvikinn“ að „vonbrigðum“ og
„baráttan um gullið“ að hinum fræga „dansi kringum gullkálfinn“.
„Sólglit“ verður að „skini sólar“, „kvöldhúm“ að „húmi kvölds“,
„blómavendir“ verða að „vöndum úr blómum“ og „öll náttúrunnar
undur“ að „öllum undrum náttúrunnar“. Að fráskildum nokkrum
fleiri minni háttar tilfæringum eins og burtfellingu orðsins „snævi-
þaktar“ um hlíðarnar sem Hulda í báðum textum þýtur niður á
skíðum eru þeir nær samhljóða.
Það er eitt einkenni á endursögn Hannesar að hann á erfitt með
að nota endurlit. Bæði hjá Hallberg og í sögunni sjálfri verður Rand-
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 191
Texti Hallbergs
Aðalpersónan í Barni náttúrunnar,
Randver Ólafsson, er ungur og glæsileg-
ur Íslendingur sem hefur efnazt á fast-
eignasölu vestur í Ameríku. Hann snýr
heim til Íslands, búinn að glata barnatrú
sinni og vonsvikinn á ástinni, og er jafn
fjarri því og áður að hafa höndlað lífs-
hnossið. Fólkið sem hefur troðizt undir í
vægðarlausri baráttunni um gullið
íþyngir samvizku hans. Í heimalandi
sínu finnur hann þó smám saman sjálfan
sig á ný, og hann lærir þau sannindi af
gömlum, útslitnum bónda, að lífsham-
ingjuna sé aðeins að finna með því að
yrkja jörðina í sveita síns andlitis og
ávaxta trúlega sitt pund. Áður er hann
orðinn ástfanginn af kornungri stór-
bóndadóttur sem heitir Hulda. Hún hef-
ur alizt upp við algjört sjálfræði hjá föð-
ur sínum, sem er ekkjumaður. Hún er
hvorki skírð né fermd og hefur ekki lært
kristin fræði né nokkra bæn. Náttúran
ein hefur fóstrað hana, og allt eðli henn-
ar er samsteypt náttúrunni sjálfri, lækj-
um hennar, klettum hennar, sólgliti og
kvöldhúmi. Á veturna þýtur hún á skíð-
um niður snæviþaktar hlíðarnar; hún
knýtir blómavendi og leikur á gítar í
grænkandi kvosum á vorin. Hún er
ótæmandi lind af sögum og ljóðum um
álfa og öll náttúrunnar undur. (Vefarinn
mikli I, bls. 24)
Texti Hannesar
Önnur aðalsöguhetjan, Randver
Ólafsson, er ungur og myndarlegur Ís-
lendingur, sem hefur efnast á fasteigna-
sölu í Vesturheimi. Hann hefur glatað
barnatrú sinni og orðið fyrir vonbrigð-
um í ástamálum, en finnur til samvisku-
bits vegna þess fólks, sem hefur troðist
undir í dansinum kringum gullkálfinn
vestra. Randver snýr heim til Íslands og
nemur þann sannleik af gömlum og út-
slitnum bónda, að lífshamingja sé aðeins
fólgin í því að yrkja jörðina í sveita síns
andlits og ávaxta sitt pund af trú-
mennsku. Hann verður ástfanginn af
kornungri stórbóndadóttur, Huldu. Hún
hefur alist upp við algert sjálfræði hjá
föður sínum, kaldlyndum og fámálum
ekkjumanni, Stefáni Stefánssyni á Hól-
um. Hulda er „barn náttúrunnar“. Hún
er hvorki skírð né fermd og hefur ekki
lært kristin fræði eða bænir. Náttúran er
eina fóstra hennar. Allt eðli hennar er
lagað að náttúrunni, lækjum, klettum,
skini sólar og húmi kvölds. Á veturna
þýtur hún á skíðum niður fjallshlíðar, á
vorin hnýtir hún vendi úr blómum og
leikur á gítar í grænkandi kvosum. Hún
kann ótal sögur og ljóð um álfa og öll
undur náttúrunnar. (Bls. 100)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 191