Saga - 2004, Blaðsíða 192
ver ástfanginn áður en hann hittir bóndann og frá þessu segir Hall-
berg í endurliti. Hjá Hannesi, þar sem hver atburður tekur við af
öðrum í línulegri frásögn, riðlast tímaröðin og Randver hittir bónd-
ann fyrst og verður svo ástfanginn.
Í riti Hallbergs, Den store vävaren, eru tilvitnanir í skáldverk Hall-
dórs Laxness þýddar á sænsku. Við íslenska þýðingu bókarinnar hef-
ur þýðandinn sótt beinar tilvitnanir í íslenskan frumtexta Halldórs,
en ekki nema stundum þegar um óbeinar tilvitnanir eða nákvæmar
endursagnir er að ræða. Þar víkur þýðandinn oft frá frumtexta Hall-
dórs og þýðir þess í stað sænsku þýðinguna með sínum eigin orðum.
Þessi íslenska þýðing á sænsku þýðingunni gengur svo aftur í endur-
sögnum Hannesar. Í Barni náttúrunnar segir um stúlkuna Huldu:
„Náttúran ein hefur alið hana upp.“13 Til þessara orða vísar Hallberg
í sænskum efnisútdrætti sínum og þýðir: „Naturen ensam har fostrat
henne.“14 Í stað þess að athuga hvernig þetta er í frumtextanum þýð-
ir íslenski þýðandinn sænsku setninguna og segir: „Náttúran ein hef-
ur fóstrað hana.“ Þetta orðalag tekur svo Hannes og breytir með
skáldlegum tilþrifum: „Náttúran er eina fóstra hennar.“ Þannig
verður sænska þýðingin á sögninni „að ala upp“ í frumtexta Hall-
dórs að „fóstru“ í endursögn Hannesar. Eitt af leiðarminnunum í
Barni náttúrunnar er „lífsgleðin“, og kemur orðið hvað eftir annað
fyrir í textanum (sjá m.a. bls. 28, 29, 73, 76, 83, 203–204). Þetta orð
þýðir Hallberg í efnisútdrættinum með „livslyckan“ og „lyckan“.15
Íslenski þýðandinn þýðir þetta svo aftur fyrst með „lífshnoss“ og síð-
an „lífshamingja“, og þannig ratar „lífshamingjan“ sem aldrei er
nefnd í Barni náttúrunnar inn í rannsókn Hannesar.
Eina framlag Hannesar til efnisins í Barni náttúrunnar er að hann
nefnir föður Huldu fullu nafni og kallar hann „Stefán Stefánsson á
Hólum“. Þetta er í samræmi við áhuga Hannesar á nafnbirtingum.
Föðurnafnið kemur ekki fyrir hjá Hallberg og í sögunni sjálfri er
Stefán ýmist kallaður „Stefán í Hólum“ eða „Stefán bóndi í Hólum“
(ekki „á Hólum“ eins og Hannes hefur það), og aldrei neins „son“.
Því miður getur Hannes ekki heimildar um föðurnafnið og í raun
stangast það á við söguna, en í einu af löngum samtölum þeirra Stef-
áns og Randvers heitir faðirinn Þorleifur. „Þorleifur sýslumaður fað-
H E L G A K R E S S192
13 Halldór Laxness, Barn náttúrunnar (1919). Önnur útgáfa (Reykjavík, 1964),
bls. 43.
14 Peter Hallberg, Den store vävaren I, bls. 22–23.
15 Sama heimild, bls. 22.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 192