Saga - 2004, Síða 193
ir minn var ríkur og ég var einbirni“ (bls. 24), segir Stefán og er alls
ekki „fámáll“ eins og Hannes telur og bætir við lýsingu hans frá
sjálfum sér, heldur setur hann á langar ræður, sumar upp á nokkrar
blaðsíður (sjá t.a.m. bls. 141–143).
Eftir efnisútdráttinn leggur Hallberg út af persónum sögunnar
og segir m.a. um Huldu að hún sé „ábyrgðarlaus, sneydd hverri sið-
ferðiskennd, nautnfíkin, köld“ (Vefarinn mikli I, bls. 24). Þessa setn-
ingu fellir Hannes inn í bók sína með því að finna samheiti og láta
síðustu orðin skipta um röð: „Hulda er ábyrgðarlaus, jafnvel sið-
laus, kaldrifjuð, nautnasjúk“ (bls. 100).
Um siðferðisboðskap sögunnar tekur Hannes undir með Hall-
berg og þar sem hann er á móti því að finna upp hjólið notar hann
einfaldlega lýsingu hans með sömu beinu tilvitnuninni:
Hér hefur íslenski þýðandinn sótt beinu tilvitnunina í frumtexta
Halldórs. Um leið hefur hann tekið eftir orðinu „lífsgleði“ sem lok
sögunnar hverfast um.16 Hannes breytir því hins vegar í „gleði“ og
því er leiðarminnið „lífsgleði“ hvergi að finna í umfjöllun hans. Þótt
Hannes vitni hér beint í söguna með tilvitnunum innan gæsalappa
vísar hann ekki til neinnar heimildar.17
Í framhaldi af þessu segir Hannes að Barn náttúrunnar sé
„óþroskað æskuverk“ (bls. 100). Um það vísar hann óvænt til Hall-
bergs, Vefarinn mikli I, bls. 25 (sbr. bls. 568, nmgr. 1). Þetta er eina til-
vísunin í Hallberg í kaflanum „Barn náttúrunnar“ sem nær yfir
rúmar fjórar blaðsíður í bók Hannesar og er tekinn úr samnefndum
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 193
Texti Hallbergs
Sögunni lýkur með því að „barn náttúr-
unnar“ sameinast Randveri til þess að
deila við hann erfiði og lítilþægni bónd-
ans. Þessi sætt vinnu og lífsgleði, sið-
gæðis og heimsnautnar, á sér stað undir
tákni kristinnar trúar. Randver ákallar
himnaföðurinn: „Gef oss í dag vort dag-
legt brauð!“, og Hulda bætir við: „Og
fyrirgef oss vorar skuldir!“ (Vefarinn
mikli I, bls. 25)
Texti Hannesar
Sögunni lýkur á því, að „barn náttúr-
unnar“ ákveður að deila með Randver
erfiði og lítilþægni bóndans. Þessi sátt
vinnu og gleði, siðferðis og veraldar,
verður undir merki kristninnar. Randver
biður: „Gef oss í dag vort daglegt
brauð.“ Hulda bætir við: „Og fyrirgef
oss vorar skuldir.“ (Bls. 100)
16 Peter Hallberg, Den store vävaren, bls. 23; sjá einnig Halldór Laxness, Barn nátt-
úrunnar, bls. 203–204, en þar segir Hulda: „Sá sem hefur fundið gleðina, —
hina sönnu lífsgleði, hann er á veginum til guðs.“
17 Tilvitnanirnar eru auk þess ekki rétt upp teknar því að upphrópunarmerkin
vantar.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 193