Saga - 2004, Page 194
kafla í Vefarinn mikli I, bls. 23–28. Að vitna með slíkum hætti til færri
orða en þeirra sem tekin eru og láta sem annað sé frumsamið heyrir
til þeirri tegund ritstuldar sem kallast endursagnarritstuldur. Hér
vísar Hannes aðeins til tveggja orða í öllum þeim texta sem hann
tekur úr kafla Hallbergs, og það um smáatriði sem segir sig sjálft.
Allt annað, bæði á undan og eftir, setur hann fram sem eigin rann-
sóknir og eigin frumsaminn texta.
Að mati Hannesar er „draumurinn um sveitasæluna“ boðskapur
sögunnar og telur hann að þar sé „líklega“ um að ræða áhrif frá
„Bjørnson, Hamsun og Selmu Lagerlöf“. Þessa varnfærnislegu álykt-
un dregur hann af því „að á einum stað situr Randver að minnsta
kosti úti í túni og les Jerúsalem eftir Lagerlöf“ (bls. 102). Þetta hefur
hann hins vegar allt frá Hallberg sem segir um verkið: „sveitaróman-
tík þess […] hefur sennilega tekið lit af höfundum eins og Björnson,
Selmu Lagerlöf og Hamsun; á einum stað situr Randver úti á túni og
les Jerúsalem eftir Lagerlöf“ (Vefarinn mikli I, bls. 25). Framlag Hann-
esar felst í því að hann skrifar Björnson með gegnumstrikuðu „ø“,
breytir „sennilega“ í „líklega“, og hjá honum situr Randver „úti í
túni“ eins og „Sigga litla systir mín / situr úti í götu“.18
Þá tekur Hannes setningar um stíl sögunnar frá Hallberg en
dregur þær saman og einfaldar:
Þetta er gott dæmi um það hvernig Hannes með textatöku sinni ger-
ir tvennt í einu, tekur texta án þess að vísa til heimildar og fer rangt
með hann. Fyrri málsgreinin hjá Hallberg á við atriði en sú síðari við
samtöl. Hannes slær þessu saman og lætur allt eiga við um samtölin.
Vaxandi skáldviður
Í umfjöllun sinni um Barn náttúrunnar fer Hallberg vandlega í við-
tökur bókarinnar og vitnar í ritdóma um hana. Þessa rannsókn Hall-
bergs eignar Hannes sér, bæði hvað varðar heimildir og úrvinnslu.
H E L G A K R E S S194
Texti Hallbergs
Sum atriðin í bókinni eru svo óhóflega
hátíðleg eða óhefluð, að þau nálgast
frekar mærð en bókmenntir. Samtölin
eru oft þunglamaleg […]. (Vefarinn mikli
I, bls. 25)
Texti Hannesar
Samtöl eru víða óhóflega hátíðleg, þung-
lamaleg eða óhefluð; þau eru mærð frek-
ar en bókmenntir. (Bls. 101)
18 Vísnabókin. Vísurnar valdi Símon Jóh. Ágústsson. Fimmta útgáfa (Reykjavík,
1973), bls. 89.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 194