Saga - 2004, Page 199
hjá“ í bæði frumtexta og tilvitnun Ólafs, en slíkar villur eru mjög al-
gengar í texta Hannesar og engin regla á því hvernig upp er tekið.27
Allt sem Hannes segir um kveðskap Halldórs Laxness á skólaár-
um hans er tekið beint úr bók Ólafs. Má þar nefna umfjöllun um
kvæðið „Á afmæli keisarans“ sem birtist í Landinu 13. apríl 1917
undir nafninu Snær svinni. Hannes birtir tvö fyrstu erindi kvæðis-
ins (bls. 69), þau sömu og Ólafur (bls. 114–115), en vísar sem fyrr í
frumheimild. Í kafla sem hann nefnir „Leyndarmál Tómasar Guð-
mundssonar“ vitnar Ólafur í viðtal Valtýs Stefánssonar við Tómas
Guðmundsson í jólablaði Lesbókar Morgunblaðsins 1942 þar sem
Tómas segir frá þessu kvæði: „En enginn mannlegur máttur skal fá
mig til að segja frá því hvar það birtist á prenti.“ (Bls. 114) Frá þessu
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 199
27 Mjög mikið er um villur og aðra ónákvæmni þar sem Hannes vitnar til ljóða.
Hér er aðeins rúm fyrir örfá dæmi. Á bls. 155 vitnar hann til vísu úr Grikk-
landsárinu (Reykjavík, 1980), bls. 50, og skilur eftir sig þrjár villur. Hann bæt-
ir inn kommu á undan „og“ í fyrstu línu, breytir „aungva“ í „enga“ í þeirri
næstu og í þriðju línu verður „hjá bæjarlind“ að „við bæjarlind.“ — Á bls. 250
tekur Hannes upp tvö erindi úr kvæðinu „Ég er brott frá þér bernska“, ann-
að sem hann segir vera „í upphafi“ þess, en er númer tvö í röðinni af fimm,
og svo lokaerindið. Um þetta vitnar hann nokkuð ónákvæmlega í frumbirt-
ingu kvæðisins í Óðni 1924, en það birtist þar í 1.–6. hefti. Erindin eru samt
ekki stafrétt upp tekin, t.a.m. er „jeg“ breytt í „ég“ o.s.frv. Í lok fyrstu línu er
punkti breytt í kommu á undan „Og“ í næstu línu sem verður „og“. Með
þessu sniðgengur Hannes þá byggingu kvæðisins að hver lína þess endar á
punkti, sbr. einnig útgáfu þess í Kvæðakveri (2. útg. Reykjavík, 1949), bls. 8–9.
Á undan þriðju og síðustu línu hvors erindis bætir Hannes við þankastriki
sem ekki er í ljóðinu, auk þess sem hann skilur eftir sig villur í þessum línum
báðum. Í ljóðinu segir: „Mjúkt var við móðurbrjóstin að hvíla.“ Hannes slepp-
ir ákveðna greininum og skrifar: — „Mjúkt var við móðurbrjóst að hvíla.“ Þá
bætir hann upphrópunarmerki aftan við síðustu línu lokaerindisins, en það er
ekki í ljóðinu. Titill kvæðisins „Jeg er brott frá þjer bernska —“ kemur fyrir í
upphafi þess og er ítrekaður í fyrstu línu lokaerindisins: „En jeg er horfinn,
bernska, í brott frá þjer.“ Hér fer Hannes með beina tilvitnun eins og um end-
ursögn sé að ræða og breytir „brott“ í „burt“: „En ég er farinn, bernska, í burt
frá þér.“ — Á bls. 256 birtir Hannes „Maríukvæði“ eftir Halldór Laxness og
segir að það hafi birst í Lesbók Morgunblaðsins en það birtist í Morgunblaðinu,
blaði B, 16. des. 1995, bls. 2. Við þetta bætir Hannes þeirri athugasemd að
kvæðið prenti hann „eftir frumgerðinni“ (sbr. bls. 580, nmgr. 20), en það er að-
eins til í einni gerð. Er kvæðið ýmist tekið upp stafrétt, sbr. „legðu“ eða með
samræmdri stafsetningu: „ávallt“ í stað „ávalt“ og „uns“ í stað „unz“. Þá
breytir Hannes ljóðlínunni „móðir Krists sé móðir mín“ í „móðir Guðs sé
móðir mín“ og eyðir þannig madonnumynd ljóðsins.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 199