Saga - 2004, Síða 201
Einna skýrast kemur notkun Hannesar á bók Ólafs Ragnarsson-
ar fram í umfjöllun hans um smásöguna „Seifur“ sem birtist í Dýra-
verndaranum 15. september 1918 og er eftir Snæ svinna. Af framsetn-
ingu Hannesar er ekki annað að sjá en hann hafi sjálfur haft uppi á
þessari sögu. Með aðferð heimildastuldarins vísar hann milliliða-
laust í frumheimild um leið og hann tekur endursögn Ólafs á sög-
unni traustataki og fellir inn í sína bók:
Fyrir utan umorðanir svo sem „að vera í nöp við hund“ í staðinn
fyrir „að kunna ekki að meta hund“ og „að þykja vænna um hund“
í staðinn fyrir „að taka hund fram yfir“ má hér sjá tilbreytingu í
orðaröð. Eftir að hafa séð „sitt óvænna“ á báðum stöðum gefur sjó-
maðurinn „kunningja sínum hundinn“ í endursögn Ólafs en hjá
Hannesi gefur hann „hundinn kunningja sínum“. Í sögunni heitir
hundurinn á þessu stigi „Boby“30 og er svo einnig hjá Ólafi, en
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 201
Texti Ólafs
Seifur er fallegur og vel siðaður
hundur í eigu ungs heimspekings,
Hjálmars, sem nýkominn var utan úr
heimi […]. Hjálmar trúlofast kaup-
mannsdótturinni Lovísu sem ekki kann
að meta hundinn og telur að unnustan-
um þyki vænna um hundinn en hana.
Hann sér sitt óvænna og gefur Seif sjó-
manni nokkrum sem kallar hundinn
Boby. […] eftir nokkrar sjóferðir gefur
sjómaðurinn kunningja sínum hundinn.
„Þessi nýi eigandi var götusnápur,“ seg-
ir í sögunni. Hann skiptir um nafn á
hundinum sem nú heitir Svartur. Þegar
götusnápurinn er látinn í tukthúsið „lá
ekki annað fyrir Seifi en guð og gaddur-
inn. Þetta var um hávetur.“
[…]
Á frostköldum morgni í heiðskíru
veðri er Hjálmar, sem þá er orðinn pró-
fessor, á gangi utarlega í bænum. […]
hann er „altaf að reyna að ráða gátu
rúms og tíma. […] Nú í seinni tíð hafði
þúnglyndið bæst ofan á hugsanir hans,
því unnustan hafði brugðið heiti við
hann […]. Þá varð honum litið á eitt-
hvert svart flykki er lá skamt frá honum.
Hann gekk þángað. Hér lá skinhoraður
hundur frosinn niður í svellið. — Það
var Seifur.” (Bls. 108–109)
Texti Hannesar
Seifur er fallegur og vel siðaður hundur
í eigu unga heimspekingsins Hjálmars,
sem er nýkominn utan úr heimi. Hjálm-
ar trúlofast kaupmannsdótturinni
Lovísu, sem er í nöp við hundinn. Hún
telur, að unnustinn taki hundinn fram
yfir sig. Hann sér sitt óvænna og gefur
Seif sjómanni, sem kallar hann Bogy. Eft-
ir nokkrar sjóferðir gefur sjómaðurinn
hundinn kunningja sínum, götusnáp
einum, og hann kallar hundinn Svart.
Þegar götusnápurinn lendir í fangelsi
um hávetur, fer hundurinn á guð og
gaddinn. Sögunni lýkur á frostköldum
morgni í heiðskíru veðri. Þá er Hjálmar,
sem orðinn er prófessor, á gangi utarlega
í bænum. Hann er hugsi, því að hann er
að reyna að ráða gátu tíma og rúms.
Unnustan hefur brugðist honum. „Þá
varð honum litið á eitthvert svart flykki
er lá skamt frá honum. Hann gekk þáng-
að. Hér lá skinhoraður hundur frosinn
niður í svellið. — Það var Seifur.“ (Bls.
81–82)
30 Sbr. Snær svinni, „Seifur“, Dýraverndarinn 4:5 (1918), bls. 68.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 201