Saga - 2004, Blaðsíða 205
Öll umræða Hannesar um skáldsöguna Undir Helgahnúk sem
Halldór skrifaði í klaustrinu er frá Hallberg komin (sbr. Vefarinn
mikli I, bls. 134–140 og 167–180), og á það jafnt við um aðdraganda
sögunnar, efnisútdrátt, viðtökur, bréfaskriftir í sambandi við hana
og dagbókarskrif.37 Í eftirfarandi dæmi má sjá hvernig Hannes fær-
ir inndregna tilvitnun Hallbergs í dagbók Halldórs inn í meginmál
hjá sér og eignar sér textann með því að víxla beinni og óbeinni
ræðu:
Þótt Hannes láti að því liggja að hann vitni í frumheimild er ljóst að
hann tekur bæði tilvitnunina og umræðuna í kring frá Hallberg.
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 205
37 Kaflarnir „Freistingar holdsins“ og „Þú ert bölvaður ræfill“ í bók Hannesar
eru ýmist byggðir á klausturdagbókinni eða bréfum sem Halldór skrifaði vin-
um sínum úr klaustrinu. Allt er það tekið úr bók Peters Hallberg, Vefarinn
mikli I, bls. 109–141, án þess að hans sé nokkurs staðar getið. Oft eru tilvitn-
anir rangt upp teknar og í þeim mikið af villum. Þetta á einnig við um önnur
bréf sem Hannes vitnar til. Á bls. 132–133 birtir hann t.a.m. langan kafla úr
bréfi sem Halldór skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 10. október 1919
og ræðir m.a. lát föður síns. Bréfið er birt án dagsetningar og tilvísunin neð-
anmáls er í bréfasafn Halldórs Laxness á Landsbókasafni, einnig án dagsetn-
ingar. Hannes vísar eingöngu til frumheimildar og getur þess ekki að ná-
kvæmlega sami kafli úr bréfinu birtist í Ritmennt. Ársriti Landsbókasafns Íslands
– Háskólabókasafns 2 (1997), í grein Einars Sigurðssonar, „Afhending handrita
Halldórs Laxness“, bls. 131–135. Sami kafli úr bréfinu er einnig birtur í bók
Ólafs Ragnarssonar, Halldór Laxness — Líf í skáldskap, bls. 139–141. Bréfið skrif-
aði Halldór áður en hann myndaði sér sína eigin sérstöku stafsetningu, og sú
stafsetning er heldur ekki á bréfi hans. Hannes birtir bréfið hins vegar með
þessari stafsetningu, eða því sem hann telur vera hana.
Texti Hallbergs
Dagana 26. og 27. gengur verkið vel
undan, og hann er ánægður með árang-
urinn. En strax daginn eftir kveður svo
við allt annan tón:
Ég las ifir nokkra kafla af því sem ég
þegar hef skrifað af Atla, og fanst það
svo dauðanlega plebejiskt, elendugt og
klaufalegt, svo andlaust og smásálarlegt,
að mér félst alveg hugur, þegar ég ætlaði
að fara að skrifa. Hálfveikur æddi ég hér
um gólfið, bað, klóraði mér, barði mér á
brjóst og sagði hvað eftir annað: þú ert
bölvaður ræfill og ekkert annað en ræfill.
(Vefarinn mikli I, bls. 136)
Texti Hannesar
Hann var ánægður með kaflana, sem
hann skrifaði 25. og 27. febrúar, en strax
daginn eftir kvað við annan tón: „Ég las
yfir nokkra kafla af því sem ég þegar hef
skrifað af Atla, og fanst það svo dauðan-
lega plebejískt, elendugt og klaufalegt,
svo andlaust og smásálarlegt, að mér
félst alveg hugur, þegar ég ætlaði að fara
að skrifa.“ Halldór æddi eftir þetta um
gólfið í klefa sínum, klóraði sér, barði sér
á brjóst og sagði hvað eftir annað við
sjálfan sig: „Þú ert bölvaður ræfill og
ekkert annað en ræfill!“ (Bls. 229)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 205