Saga - 2004, Page 206
Þetta má sjá af villum í tilvitnun Hallbergs sem ganga aftur í texta
Hannesar. Í dagbókinni stendur nefnilega ekki „dauðanlega plebej-
iskt“, heldur „óendanlega plebejiskt“.38 Þessi orð þýðir Hallberg
með „dödligt plebejiskt“ (Den store vävaren, bls. 119) og íslenski þýð-
andinn „dödligt“ orðrétt með „dauðanlega“. Þannig eru orðin
„dauðanlega plebejískt“, sem Halldór skrifaði aldrei, komin í tilvitn-
unina hjá Hannesi. Þá skrifar Halldór ekkert um það í dagbókina að
hann hafi klórað sér þennan dag, heldur: „Hálfveikur æddi ég hér
um gólfið, bað, álasaði mér, barði mér á brjóst […].“ Hér þýðir Hall-
berg „álasaði mér“ með „kliade mig“ (Den store vävaren, bls. 119), þ.e.
„klóraði mér“. Þannig hefur íslenski þýðandinn eðlilega skilið það
og því klórar Halldór sér bæði hjá honum og í texta Hannesar. Þá
breytir Hannes dagsetningunni 26. febrúar í 25. febrúar og segir að
þá hafi Halldór skrifað kafla í Undir Helgahnúk sem hann var ánægð-
ur með. Af dagbók Halldórs kemur hins vegar fram að hann vann
ekkert að bókinni 25. febrúar,39 heldur tók hann til við hana eftir
nokkurt hlé þann 26. febrúar. Þessi ranga dagsetning sýnir að
Hannes hefur ekki lesið nógu vel textann sem hann tekur. Slíkar vill-
ur eru áberandi margar í bók hans. T.a.m. tekur hann rangt upp beina
tilvitnun frá Hallberg í Undir Helgahnúk þar sem segir að kona séra
Kjartans hafi ráðist á mann sinn „af álíka grimd og blóðþyrst dýr“
(Vefarinn mikli I, bls. 170).40 Hannes skrifar hins vegar „einsog blóð-
þyrst villidýr“ (bls. 274).
Rannsóknir Hallbergs á verkum Halldórs fleygar Hannes á
nokkrum stöðum með köflum úr ritum annarra fræðimanna.
Þannig tekur hann ítarlega umfjöllun Óskars Halldórssonar um
kvæðið „Únglíngurinn í skóginum“ og fellir inn í bók sína (bls.
307–309).41 Í upphafi vitnar Hannes til greinargerðar Halldórs fyrir
frumbirtingu kvæðisins í Eimreiðinni 1925 og lætur að því liggja að
hann styðjist við þá útgáfu. Hann gætir þess hins vegar ekki að Hall-
dór breytti kvæðinu töluvert fyrir prentun þess í Kvæðakveri.42 Eftir
H E L G A K R E S S206
38 Sbr. Halldór Laxness, „Dagbók fyrir Halldór Kiljan Laxness haldin í St
Maurice de Clervaux“, Lbs. án safnmarks. Sjá einnig Dagar hjá múnkum
(Reykjavík, 1987), bls. 88.
39 Sbr. Dagar hjá múnkum, bls. 81.
40 Sbr. einnig Halldór Laxness, Undir Helgahnúk (1924). Önnur útgáfa (Reykja-
vík, 1967), bls. 112.
41 Sbr. Óskar Halldórsson, „Kvæðakver“, Sjö erindi um Halldór Laxness. Ritstjóri
Sveinn Skorri Höskuldsson (Reykjavík, 1973), bls. 67–70.
42 Halldór Laxness, Kvæðakver (1930). Önnur útgáfa (Reykjavík, 1949), bls. 11–15.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 206