Saga - 2004, Blaðsíða 207
þeirri gerð fer Óskar og þess vegna líka Hannes í reynd. Þannig
stemma tilvitnanir hans ekki við útgáfuna sem hann vitnar til. Texta
Óskars tekur Hannes svo orðrétt upp án auðkenningar. Þetta má
m.a. sjá í eftirfarandi skilgreiningu á skáldskaparstefnum sem
Hannes setur fram sem eigin athugun:
Undir lok nákvæmrar endursagnar vitnar Hannes til greinar Óskars
um setningu sem hann auðkennir innan gæsalappa eins og hún sé
það eina sem eftir honum er haft.
Í umfjöllun sinni um kvikmyndahandritin sem Halldór Laxness
skrifaði á ensku í Los Angeles fer Hannes alfarið eftir rannsóknum
Hallbergs í Húsi skáldsins I. Hann vísar hvergi til heimildar um
handritin og aðeins einu sinni til Hallbergs um beina tilvitnun á
ensku inni í miðri endursögn á „Kari Karan“ (bls. 416).43 Að öðru
leyti fellir Hannes texta Hallbergs um kvikmyndahandritin inn í bók
sína án auðkenningar og heimildafærslu. Hér endursegir Hannes í
þriðja sinn þetta áleitna söguefni um skáldið og hundinn, án þess að
fara nokkru sinni í frumtextann. Fyrst endursegir hann texta Ólafs
Ragnarssonar um „Seif“, síðan texta Hallbergs um „Skáldið og
hundurinn hans“ og nú kvikmyndagerð þess „Kari Karan“, einnig
upp úr texta Hallbergs. Líkt og áður dregur hann sömu ályktanir af
efninu og höfundurinn sem hann tekur það frá. „Yfirleitt er hundin-
um ætlað mikið hlutverk,“ segir Hallberg (Hús skáldsins I, bls. 54)
um „Kari Karan“. Undir þessa athugun tekur Hannes en skerpir
hana með því að eyða úrdrættinum („yfirleitt“) og nefna hundinn
með nafni: „Hundinum Víkingi er ætlað mikið hlutverk.“ (Bls. 417)
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 207
Texti Óskars
Í ljóðum Halldórs blandast expression-
isminn annarri náskyldri liststefnu, sur-
realismanum, sem þá kemur fyrst fram í
íslenzkum skáldskap. Surrealisminn
gengur að því leyti lengra en expression-
isminn, að einnig er leitazt við að draga
hið dulvitaða fram í dagsljósið, túlka
veruleikann samkvæmt skynjun undir-
vitundarinnar. (Sjö erindi um Halldór Lax-
ness, bls. 68)
Texti Hannesar
Í þessu ljóði blandast expressíónismi
Halldórs annarri náskyldri stefnu, súr-
realismanum, sem kemur þá fyrst fram í
íslenskum skáldskap. Í súrrealisma er að
því leyti gengið lengra en expressíón-
isma, að einnig er leitast við að draga hið
dulvitaða fram í dagsljósið, túlka veru-
leikann samkvæmt skynjunum undirvit-
undarinnar. (Bls. 308)
43 Handritin eru í einkaeign og vörslu Einars Laxness. Annað þeirra hefur nú
nýlega verið gefið út. Sjá Halldór Guðmundsson, „Halldór í Hollywood.
Kvikmyndahandritið ’Salka Valka‘ birt í fyrsta sinn“, Tímarit Máls og menn-
ingar 65:1 (2004), bls. 7–22.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 207