Saga - 2004, Blaðsíða 209
honum hugleiknar persónur sögunnar og um persónusköpun Arn-
alds segir hann og hefur að breyttu breytanda frá Hallberg:
Þá fær stjórnmálamaðurinn Kristófer Torfdal mikið rúm í texta
Hannesar. Um eftirfarandi athugun sína á fyrirmyndum þeirrar per-
sónu getur hann engra heimilda, hvorki þeirrar sem hann hefur
augljóslega upplýsingarnar frá né þeirra frumheimilda sem sú
heimild vísar til:
Um Steinþór er Hannes að mestu sammála Hallberg um það að
hann sé „siðlaus persónugervingur hinnar stórbrotnu óblíðu nátt-
úru, en gæddur þeim hæfileika að vefja líf sitt einskonar frumstæð-
um skáldskap“ (Hús skáldsins I, bls. 154), en hann orðar það aðeins
öðruvísi. Hann sleppir bæði „einskonar“ og lýsingarorðinu „stór-
brotinn“ um náttúruna auk þess sem hann finnur annað orð fyrir
persónugerving. Því verður Steinþór hjá honum „siðlaus líkamning-
ur hinnar óblíðu náttúru, en getur vafið líf sitt frumstæðum skáld-
skap“ (bls. 548). Báðir hafa þeir vissa samúð með Steinþóri og það
kemur því ekki á óvart þótt niðurstaðan sé svo til eins:
Beinar tilvitnanir í söguna, einnig langar inndregnar, tekur Hannes
úr bók Hallbergs, ásamt aðfaraorðum og ályktunum. Eini munurinn
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 209
Texti Hallbergs
Þess vegna má segja, að Halldór hafi
klofið Arnald kvikmyndagerðarinnar í
tvær persónur með gjörólíka skapgerð:
Steinþór og Arnald. (Hús skáldsins I, bls.
172)
Texti Hannesar
Úr Arnaldi kvikmyndahandritsins hefur
Halldór gert tvo einstaklinga, þá Stein-
þór og Arnald, í skáldsögunni. (Bls. 540)
Texti Hallbergs
Með því að styðjast við íslenzk blöð frá
þessum tíma er hægt að sýna fram á,
hvernig Halldór sameinar á hugvitsam-
legan hátt í Kristófer Torfdal drætti úr
tveimur þekktum stjórnmálamönnum af
ólíkum flokkslit: jafnaðarmanninum
Ólafi Friðrikssyni og Jónasi Jónssyni.
Það á sér stað nokkur tilfærsla, þegar líð-
ur á söguna: fyrst í stað eru aðaleinkenn-
in frá Ólafi, síðar kemur svipmót dóms-
málaráðherrans skýrt fram. (Hús skálds-
ins I, bls. 130–131)
Texti Hannesar
Eitt augljósasta dæmið um það,
hvernig Halldór hagnýtti sér veruleik-
ann í kringum sig, birtist í Kristófer Torf-
dal, sem er í aukahlutverki í bókinni.
Hann er bersýnilega settur saman úr
Ólafi Friðrikssyni og Jónasi Jónssyni frá
Hriflu. Einkenni Ólafs eru greinilegri í
fyrri hluta seinna bindisins, en smám
saman tekur Kristófer að líkjast Jónasi
frá Hriflu meira. (Bls. 543)
Texti Hallbergs
Steinþóri er þó ekki alls varnað. Hann er
ekki hreinræktaður hrotti. (Hús skáldsins
I, bls. 156)
Texti Hannesar
Þrátt fyrir allt er Steinþór skáldsögunnar
ekki hreinræktaður ruddi. (Bls. 549)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 209