Saga - 2004, Síða 210
er sá að Hannes breytir stafsetningu og stundum texta tilvitnananna
til samræmis við síðari og endurskoðaða útgáfu Sölku Völku en Hall-
berg vitnar í fyrstu útgáfu.45
Á því tímabili sem bók Hannesar tekur til samdi Halldór Lax-
ness fjórar smásögur sem birtust í safninu Fótatak manna frá 1933.
Fjallar Hannes um þær allar í tiltölulega löngu máli sem hann tekur
ýmist úr riti Hallbergs, Hús skáldsins I, eða grein Helgu Kress,
„Ilmanskógar betri landa“.46 Úr þeirri grein tekur hann m.a. eftirfar-
andi efnisútdrátt úr sögunni „Tvær stúlkur“:
Hannes getur ekki heimildar um þennan texta en vísar beint í Fóta-
tak manna, eins og oftast án ártals og blaðsíðutals. Sögumann smá-
sögunnar gerir Hannes að Halldóri Laxness sjálfum, og er það í
samræmi við þær hugmyndir sem víða koma fram í bókinni að sög-
ur Halldórs fjalli um hann sjálfan.
Um söguna „‘Og lótusblómið angar …’“ þræðir Hannes texta
Hallbergs og kemst að sömu heimspekilegu niðurstöðu og hann um
listina sem „sættir trú og skynsemi, sigrar þjáninguna og allt fellur í
ljúfa löð“ (Hús skáldsins I, bls. 69). Hannes umorðar þetta reyndar
aðeins og svona er setningin hjá honum: „Listin felur í sér lausnina,
sættir trú og skynsemi, sigrar þjáninguna.“ (Bls. 431) Ekki vitnar
Hannes til neinnar heimildar um þessa skoðun né heldur beinu til-
vitnunina í söguna sem á eftir fylgir og er sú sama hjá þeim Hallberg
báðum.
H E L G A K R E S S210
Texti Helgu
Sagan segir frá tveimur ólíkum stúlkum
sem sögumaður kynnist á tólf daga sigl-
ingu frá Hamborg til Kanada vorið 1922.
Önnur er með drengjakoll, miskunnar-
laus og köld, hin er á leið til Toronto að
hitta kærastann sinn sem hafði sent
henni farareyri og hún notar hvert tæki-
færi til að svíkja. „Ég vildi ekki vera pilt-
urinn yðar fyrir vestan, sagði ég.“ (Rit-
mennt 2002, bls. 150–151 nm.)
Texti Hannesar
Hann kynntist tveimur stúlkum um
borð. Önnur var með drengjakoll, mis-
kunnarlaus og köld. Hin var á leið til
Toronto að hitta unnusta sinn, sem hafði
sent henni farareyri. Hún notaði hvert
tækifæri til að svíkja hann. „Ég vildi ekki
vera pilturinn yðar fyrir vestan,“ sagði
Halldór henni. (Bls. 196–197)
45 Sbr. tilvitnun á bls. 549 sem er eins og hjá Hallberg (bls. 156): „Var mögulegt,
að undir þessu hrjúfa, bólugrafna hörundi fælist annað andlit — kanski mjúkt
og slétt, með dreymnum, spurulum augum og viðkvæmu brosi?“ Í síðari út-
gáfum hefur Halldór endurskoðað þennan texta og breytt honum, sbr. Salka
Valka (1931–1932). Þriðja útgáfa (Reykjavík, 1959), bls. 183.
46 Sbr. nmgr. 26 hér að framan.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 210