Saga - 2004, Síða 212
Ekki vitnar Hannes til Hallbergs um þessi orð. Hins vegar vitnar
hann til hans ofar á sömu blaðsíðu um hve „frábært listaverk“ sag-
an sé, „hnitmiðað og þaulunnið, eins og Peter Hallberg bendir á,“ og
vísar til bls. 46 í Húsi skáldsins I. Reyndar segir Hallberg á þeim stað
að sagan sé „frábært listaverk, samanþjöppuð og fáguð“. Þetta er
eini staðurinn í bók Hannesar þar sem Peter Hallberg er nefndur í
meginmáli. Að öðru leyti kemur hann þar hvergi fram fremur en
aðrir fræðimenn sem eiga texta í bók Hannesar.
Góðar lýsingar
Mesta plássið í bók Hannesar taka „góðar lýsingar“ sem hann að
eigin sögn hefur fundið í ritum annarra.48 Langflestar lýsingarnar
tekur Hannes úr minningabókum Halldórs Laxness, Í túninu heima
(1975), Úngur eg var (1976), Sjömeistarasögunni (1978) og Grikklandsár-
inu (1980) og byggist fyrri hluti bókar hans svo til alfarið á þeim.
Einnig er þar að finna spretti úr Innansveitarkroniku (1970),49 Íslend-
íngaspjalli (1967)50 og viðtölum Ólafs Ragnarssonar við Halldór Lax-
ness í Halldór Laxness — Líf í skáldskap.51 Við þessar lýsingar Halldórs
á bernsku sinni og unglingsárum bætir Hannes lýsingum frá öðrum
höfundum, sem hann gjarnan „sannreynir“ með misjöfnum árangri.
Í lok frásagnar af Reykjavíkurdvöl Halldórs veturinn 1917–1918,
sem tekin er upp úr Sjömeistarasögunni í bland við Ólaf Ragnarsson,
kemur á bls. 73–76 hjá Hannesi löng og nákvæm endursögn á grein
eftir Gísla H. Kolbeins.52 Í greininni segir Gísli frá því þegar Halldór
H E L G A K R E S S212
tekur allt í einu upp örvæntingarfulla
vörn fyrir allt sem er kúgað og líður til-
gangslausar þjáningar á jörðunni. (Hús
skáldsins I, bls. 46)
sem er kúgað og þjáð og umkomulaust á
jörðinni. (Bls. 404)
48 Sbr. bls. 188 hér að framan.
49 Sbr. Gauti Kristmannsson, „Úr Innansveitarkroniku Laxness“, Lesbók Morgun-
blaðsins 17. janúar 2004, bls. 6.
50 Sbr. Sverrir Hermannsson, „Utansveitarkronika“, Morgunblaðið 19. janúar
2004, bls. 21.
51 Þaðan eru m.a. teknar frásagnir Halldórs af orgelleik sínum í Lágafellskirkju
árið sem hann fermdist (sbr. Halldór Laxness — Líf í skáldskap, bls. 54–55; Hall-
dór, bls. 50) og veru hans í Iðnskólanum (bls. 58–59; bls. 61). Ekki vísar Hann-
es til heimilda um þetta.
52 Gísli H. Kolbeins, „Gagnfræðingurinn“, Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns — Há-
skólabókasafns 7 (2002), bls. 182–184.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 212