Saga - 2004, Page 213
Laxness var sendur í aukatíma til föður hans, séra Halldórs Kol-
beins. Í upphafi frásagnar sinnar segist Gísli hafa fengið um þetta
„munnlegar heimildir“ (bls. 182) bæði hjá séra Halldóri og skáldinu
sjálfu. Þótt Hannes felli grein Gísla svo til orðrétt inn í bók sína vitn-
ar hann hvergi til hennar sem heimildar en setur textann fram sem
sinn eigin. Greinin er heldur ekki meðal þeirra rita sem Hannes seg-
ist í eftirmála hafa stuðst við. Á einum stað í texta sínum vísar Hann-
es í skýrslu Menntaskólans í Reykjavík um einkunnir Halldórs sem
hann hefur lesið um í grein Gísla. Þessi tilvísun gefur textanum
fræðilegan svip og gefur til kynna að höfundur vinni með frum-
heimildir. Þá „sannreynir“ Hannes textann og leiðréttir sem oftar
eina villu með annarri. Í grein Gísla segir frá því að eitt sinn hafi
skáldið verið „gripið á Austurvelli og tekið í tíma við innsta borð í
innsta horni hjá Rosenberg við Austurvöll“ (bls. 183). Hjá Hannesi
grípur Halldór Kolbeins skáldið „glóðvolgt á Austurvelli og tók það
í tíma við innsta borð í einu horninu í Rosenberg-kjallaranum í Nýja
bíói“ (bls. 74). Hvorugt er hins vegar rétt því að Rosenberg var ekki
kominn til sögunnar í Reykjavík vorið 1918.53 Hér leiðréttir Hannes
misminni hjá Halldóri Laxness með villu frá sjálfum sér.
Svipuð „leiðrétting“ kemur fyrir í texta sem Hannes tekur frá
Solveigu Jónsdóttur.54 Hún segir frá því þegar Halldór kom á heim-
ili foreldra hennar, Jóns Helgasonar og Þórunnar Björnsdóttur, í
Kaupmannahöfn á leið sinni til Íslands frá Sikiley og dvaldist hjá
þeim um tíma í lítilli íbúð við Samsøgade þar sem hann lauk við Vef-
arann. Tímasetningin er röng hjá Solveigu því að Halldór kom ekki
til Kaupmannahafnar í þessari ferð, þ.e. á vormánuðum 1926, held-
ur í lok janúar 1924 á leið sinni til Íslands eftir klausturdvölina í
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 213
53 Rosenberg hóf veitingarekstur sinn í Reykjavík í lok ágúst 1918. Vorið 1920
flutti hann reksturinn í kjallara Nýja bíós og þaðan árið 1924 í hús Nathans og
Olsens þar sem síðar var Reykjavíkur Apótek. Sbr. H. Thorlacius, „Hótel Ís-
land“, Gesturinn. Tímarit um veitingamál 8: 4 (1952), bls. 1–5. Ég þakka Guðjóni
Friðrikssyni fyrir þessar upplýsingar. — Í Grikklandsárinu víkur Halldór að
kennslunni hjá Halldóri Kolbeins. Hann nefnir ekkert kaffihús við Austurvöll
en segir: „Ekki minnir mig að námstímar hjá nafna mínum hafi orðið margir,
því þegar á leið vetur, og ég átti um vorið að taka próf uppí efrideild menta-
skólans, þá hitti ég nafna minn sjakketklæddan að kvöldlagi á horninu á
Klapparstíg og Laugavegi, í kaffihúsi sem stóð þar um tíma.“ (Bls. 140)
54 Sbr. „‘Þá var jarðlífið fagurt.’ Auður Jónsdóttir ræðir við Solveigu Jónsdótt-
ur“, Nærmynd af Nóbelsskáldi. Halldór Kiljan Laxness í augum samtímamanna.
Ritstjóri Jón Hjaltason (Akureyri, 2000), bls. 115–116.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 213