Saga - 2004, Page 215
eru ritgerðasöfn Halldórs ekki nefnd meðal stuðningsrita í eftir-
mála.58
Á svipaðan hátt lætur Hannes greipar sópa um texta annarra
höfunda, eins og t.a.m. Magnúsar Á. Árnasonar og Ásgeirs Bjarn-
þórssonar, sem hann endursegir í stórum stíl.59 Þá tekur Hannes áður
óbirta ritgerð úr handritasafni Þórbergs Þórðarsonar á Landsbóka-
safni og fellir inn í bók sína. Við upphaf frásagnarinnar vísar hann til
„lýsingar“ í stílabók í stórri öskju 3 undir heitinu „Heilög kirkja“. Til-
vísunin í handritasafnið er nokkuð nákvæm en um heiti „lýsingarinn-
ar“ hefur Hannes farið lýsingavillt. „Heilög kirkja“ er að vísu í stíla-
bókinni en ritgerðin sem Hannes tekur og birtir á bls. 283–287 heitir
„Skyldi hann hafa nokkuð upp úr því?“ Fjallar hún um trúskipti
Stefáns frá Hvítadal fyrir fortölur Halldórs Laxness og kaþólska skírn
hans.60 Texta Þórbergs breytir Hannes hér og þar, m.a. með því að
bæta inn í hann áhrifsorðum á undan eða eftir tilsvörum, svo sem
„Halldór byrsti sig“ (bls. 286), „Halldór varð strangari í rómi“ (bls.
286). Þá lætur hann Halldór tala í „kiljanskri“ stafsetningu, meðan
Stefán talar bara í sinni samræmdu, sbr. „Halldór svaraði: ‘Finst þér
þá þú trúa því?’ Stefán svaraði: ‘Já, mér finnst það’.“ (Bls. 284). Að
venju virðir Hannes ekki greinaskil og sleppir þeim. Sem dæmi um
meðferð hans á texta Þórbergs má taka eftirfarandi brot úr samtali
þeirra Halldórs og Stefáns sem var að heykjast á kaþólskunni:
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 215
58 Af ritgerðum sem hvergi eru nefndar í bókinni en eru þó felldar inn í hana í
heilu lagi má nefna „Dagleið á fjöllum“ og „Skammdegisnótt í Jökuldalsheið-
inni“ (bls. 361–365), Mitt í texta þeirrar fyrri er vísað í Alþýðubókina um leður-
stígvél Halldórs sem ekki eru í ritgerðinni en Hannes bætir inn í lýsinguna.
59 Þetta eru aðallega fyndnar sögur, sbr. nafnið á bók Magnúsar, Gamanþættir af
vinum mínum (Reykjavík, 1967). Hannes tekur mjög mikið úr þeirri bók, sbr.
t.a.m. bls. 420–423, 429–432, 554–559. Sjá einnig frásagnir á bls. 140–141 og
556–557 teknar úr Af lífi og sál. Andrés Kristjánsson ræðir við Ásgeir Bjarnþórsson
(s.l., 1973). Þá má á bls. 552–554 lesa grein um heimsókn í Unuhús eftir rit-
stjórann og rithöfundinn Margréti Benedictsson, „Opið bréf til Hkr.“, sem
birtist sem hluti af ferðasögu í Heimskringlu 31. desember 1930. Hannes fer
rangt með nafn hennar, kallar hana Benediktsdóttur, en hún var Jónsdóttir,
um tíma gift Sigfúsi Benedictsson, og birti verk sín undir nafninu Margrét
(eða oftar Margrjet) Benedictsson.
60 Sbr. Bréfa- og handritasafn Þórbergs Þórðarsonar, Lbs. án safnmarks. Á lista
yfir handrit Þórbergs er handritið merkt nr. 29 og sagt vera „stór gráflikrótt
glósubók“ í „stærstu öskju nr. 3 b“. Í sömu „glósubók“ er einnig áður óbirt rit-
gerð eftir Þórberg um Þorstein úr Bæ sem Hannes styttir og endursegir á bls.
287–288 í bók sinni.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 215