Saga - 2004, Qupperneq 217
Í lýsingu á föður Beda blandar Hannes saman lýsingu þeirra Simon-
sens og Halldórs í Skáldatíma:
Ekki getur Hannes heimilda um þessa lýsingu en setur hana fram
frá sjónarhorni Halldórs sem segir ekkert um gjallandi rödd eða
ungleg augu í texta sínum. Svipaða færslu á sjónarhorni má sjá í eft-
irfarandi lýsingum þar sem fyrsta persóna Simonsens verður að
þriðju persónu Halldórs:
Hér sem víðar má sjá tilhneigingu Hannesar til skáldlegra tilþrifa
þegar hálfvaknaður Simonsen í sínum texta verður að lýsingu á
Halldóri að nudda stírurnar úr augunum. Þá bætir Hannes við nafni
gestaföðurins sem býður kaffið.
Í frásögn af ferð Halldórs til Lourdes haustið 1923 er heldur
óvænt farið eftir lýsingu Guðbrands Jónssonar sem var þar á ferð
löngu síðar.62 Við upphaf frásagnarinnar vísar Hannes til bréfs Hall-
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 217
Texti Halldórs
[…] með túnglmyndað andlit, umgirt
gráum skeggkraga einsog Magnús í Mel-
koti, fjallbreiður á herðar og ákaflega lot-
inn. (Skáldatími, bls. 12)
Texti Simonsens
[…] hans Røst var malmfuld og hans
Øjne ungdommelige […]. (Tusind og eet
Liv, bls. 115)
Texti Hannesar
Halldór tók sérstaklega eftir öldruðum
munki, pater Beda. Hann var lágvaxinn,
lotinn mjög, en fjallbreiður á herðar, með
tunglmyndað andlit, girt hvítum skegg-
kraga, svipmikill, röddin einbeitt og
gjallandi, augun ungleg. (Bls. 207)
Texti Simonsens
En Broder vækkede mig i den tidlige
Morgen. […] Da jeg halvvaagen kom
ned i Kirkens Mulm og Mørke, var aller-
ede Munkene samlede og istemte Bønn-
erne. (Tusind og eet Liv, bls. 118–119)
Jeg gik ud i Haven; jeg aandede op i
det fri efter de snart mange Timer i
Kirken […]. Klokken ringede til Ang-
elus. Munken, jeg saa ved sit Havear-
bejde afbrød dette, rejste sig, foldede
Hænderne og mumlede paa Latin Engel-
ens hilsen til Maria. (Bls. 125)
Gæstepateren kom hen og bød mig til
Kaffe. (Bls. 125)
Texti Hannesar
Klukkan fimm næsta morgun var hann
vakinn. Þegar hann gekk inn í kirkjuna
stundarfjórðungi síðar og nuddaði stírur
úr augum, voru munkarnir þegar komn-
ir þangað og sungu Davíðssálma. (Bls.
208)
Að lokinni hámessu gekk Halldór út
í garðinn og andaði að sér fersku lofti.
Eftir að hann hafði dvalist þar um stund,
var hringt til bæna. Munkurinn, sem var
að starfi úti í garði, hætti, stóð upp,
spennti greipar og fór með Maríuvers á
latínu. (Bls. 209)
Munkurinn, sem sá um gestina, pater
Mary, kom til Halldórs og bauð honum
kaffi. (Bls. 210)
62 Um lýsingu á þjóðfélagsástandinu í Berlín upp úr 1920 fer Hannes á bls.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 217