Saga - 2004, Síða 218
dórs til Einars Ólafs Sveinssonar frá 18. október 1923 sem fyrstu
heimildar. Síðan segir: „Í lýsingu á lestarferðinni og Lourdes er
einnig farið eftir ‘Lourdes’, sjá Guðbrandur Jónsson: Innan um grafir
dauðra og aðrar greinar.“ (Bls. 579, nmgr. 3)63 Á leiðinni horfa þeir
Guðbrandur og Halldór báðir út um gluggann og sjá það sama:
Í texta Hannesar er tvisvar lögð áhersla á sýn Halldórs sem upplifir
umhverfið með sömu orðum og Guðbrandur. Umhverfið á Sikiley
sumarið 1925 upplifir Halldór svo gegnum lýsingu Thors Vilhjálms-
sonar sem var þar á ferð fjörutíu árum síðar. Hann tekur þrjár „lýs-
ingar“ úr bók Thors en vísar aðeins til heimildar um eina sem hann
reyndar blandar texta úr grein Halldórs „Frá Sikiley“ og setur fram
sem sinn (bls. 315–316). Um eftirfarandi lýsingu getur hann ekki
heimildar:
Um skáldsögu Halldórs, Vefarinn mikli frá Kasmír, fjallar Hannes í til-
tölulega stuttu máli sem að mestu er uppsuða úr Hallberg. Má þar
nefna umfjöllun um erfiðleika við útgáfu bókarinnar og blaðaskrif
um klám í henni (Vefarinn mikli II, bls. 12–20; Halldór, bls. 370–372),
H E L G A K R E S S218
Texti Guðbrands
Landslagið verður breytilegra, maður
fer að sjá kletta og gljúfur; lestin fer að
smjúga inn á milli þeirra og um þau, og
svo sér loks til skjöldóttra tinda Pyrenn-
eafjallanna. (Innan um grafir dauðra, bls.
35)
Texti Hannesar
Landslagið varð breytilegra. Halldór fór
að sjá kletta og gljúfur. Lestin smaug inn
á milli þeirra, og loks kom Halldór auga
á skjöldótta tinda Pyreneafjalla. (Bls.
247)
22 180–181 í smiðju til Stefans Zweig, eða réttara sagt íslensku þýðingarinnar á
sjálfsævisögu hans Veröld sem var sem hann tekur orðrétt upp úr. Sbr. Veröld
sem var. Sjálfsævisaga. Halldór Jónsson og Ingólfur Pálmason íslenskuðu
(Reykjavík, 1958), bls. 286–287.
63 Ekki er getið um útgáfustað og útgáfuár bókarinnar, en hún kom út í Reykja-
vík 1938. Samkvæmt Hannesi fer Halldór með lestinni til Lourdes 19. október
en bréfið sem hann vísar til sem heimildar um ferðina er skrifað daginn áður.
64 Thor Vilhjálmsson, „Frá Róm til Sikileyjar“, Hvað er San Marino? (Reykjavík,
1973), bls. 49.
Texti Thors
[…] á meðan lögðu jasmínur ilm sinn
þétt að vitum […], langt fyrir neðan sval-
irnar þar sem sólin bakaði okkur voru
garðar með litsterkum blómum, skugg-
sæl trjágöng og […] þar fyrir neðan haf-
ið bláa.64
Texti Hannesar
Jasmínur lögðu ilm sinn þétt að vitum.
Langt undir sólríkum svölunum voru
garðar með litsterkum blómum og
skuggsæl trjágöng og þar fyrir neðan
blátt hafið. (Bls. 316)
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 218