Saga - 2004, Qupperneq 219
einnig umræðu um viðtökur og tilvitnanir í ritdóma (Vefarinn mikli
II, bls. 190–197; Halldór, bls. 370–375). Efnisútdráttinn virðist Hann-
es hafa samið sjálfur eftir skáldsögunni án þess þó að hafa lesið hana
vel. Hjá honum stekkur Steinn Elliði nefnilega út um glugga (bls.
369) en í sögunni „steypti hann sér frammaf svölunum“ eftir að hafa
setið þar lengi í hægindastól, reykt og skrifað bréf.65 Annars beinist
áhugi Hannesar á sögunni einkum að því að finna góðar lýsingar
sem hægt væri að heimfæra upp á Halldór Laxness sjálfan. Þannig
verður aðalpersóna sögunnar, Steinn Elliði, að höfundi sínum og
um leið heimild um líf hans. Sem dæmi um eina af þessum lýsing-
um má taka eftirfarandi frásögn af meintri heimsókn Halldórs á
British Museum í London í árslok 1923:
Í skáldsögunni er þetta upprifjun Steins Elliða og sjónarhornið er
hans. Hannes setur þetta hins vegar fram sem ævisögulega stað-
reynd og hugleiðingar Halldórs. Nútíð skáldsögunnar breytir hann
í þátíð sagnfræðinnar. Myndmál fletur hann út og gerir tuttugu og
fimm aura brúðuna að ódýrri brúðu sem er ónákvæmt fyrirbrigði og
framkallar enga mynd. Í lok frásagnarinnar vísar Hannes í Vefarann
mikla frá Kasmír, 38. kafla (sbr. bls. 580, nmgr. 3), án nokkurra skýr-
inga eða bókfræðilegra upplýsinga svo sem blaðsíðutals og útgáfu.
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 219
Texti Halldórs
Og ég hef séð fjögur þúsund ára gamla
yngismey frá Egyftalandi; hún er til húsa
á British Museum, situr þar í hrauk, als-
nakin, til sýnis fyrir gest og gángandi.
Brjóst hennar eru einsog myglaðar rúsín-
ur, hár hennar líkast strýi af tuttugu-og-
fimm-aurabrúðu, munnurinn svört geil
einsog sprúnga í trjáberki, nefið er dott-
ið af, augun tvær svartar dældir; hör-
undið minnir á hánginn sótorpinn kæfu-
belg. (Vefarinn mikli frá Kasmír, bls. 117)
Texti Hannesar
Eitt sinn skoðaði Halldór Bretasafn, Brit-
ish Museum. Þar sá hann fjögur þúsund
ára yngismey frá Egyptalandi, sem var
til sýnis fyrir gesti og gangandi. Brjóst
hennar voru eins og myglaðar rúsínur,
hár hennar líkast strýi af ódýrri brúðu,
munnurinn svört geil eins og sprunga á
berki, nefið dottið af, augun tvær svartar
dældir; hörundið minnti á hanginn, sót-
orpinn kæfubelg. (Bls. 251)
65 Sbr. Vefarinn mikli frá Kasmír (1927). Þriðja útgáfa (Reykjavík, 1957), bls. 184.
Um þetta atriði er þó einhver óvissa því að þegar Hannes rifjar atvikið upp
tveimur köflum síðar stekkur Steinn Elliði fram af svölum (bls. 381). Þá fer
Hannes ekki rétt með nafn „Salvatore“ sem mikið kemur við sögu en skrifar
það „Salvatori“ (bls. 369, 379). Samt er Hannes mjög upptekinn af nöfnum
sem hann leitast við að finna fyrirmyndir að. T.a.m. segir hann um nafn Diljár
og hefur fundið fyrirmynd: „Nafnið ‘Diljá’ er komið úr grísku […]. Hún er
táknmynd kvenna. Vala á Hraðastöðum ber nafn, sem hljómar ekki ólíkt.“
(Bls. 378) Þetta hefði þurft nánari skýringar við.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:34 Page 219